Íþróttir

Fyrsta kvennamót Pílukastfélags Skagafjarðar haldið í gær

Í gærkvöldi fór fram fyrsta kvennamót Pílukastfélags Skagafjarðar og var mætingin frábær. Alls voru 24 konur/stelpur sem tóku þátt, bæði vanar og óvanar. Fyrirkomulag mótsins var þannig að spilað var 301, single out, og allir keppendur fengu þrjú "líf". Tveir keppendur voru saman í liði og var dregið í lið eftir hvern leik þannig að hver leikmaður fékk bæði nýja liðsfélaga og mótherja í hverjum leik fyrir sig. Ef leikmenn töpuðu þá misstu þeir eitt líf og var spilað þangað til að fjórir leikmenn voru eftir á lífi en þá var spilaður úrslitaleikurinn um sigur á mótinu. 
Meira

Hefðu báðar viljað spila aðeins meira

Skagstrendingarnir og Tindastólsstúlkurnar Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir hafa síðustu daga verið með U17 landsliði Íslands í knattspyrnu en liðið hefur nýlokið þátttöku í undankeppni EM 2024/25 en keppnin fór fram í Skotlandi. Liðið lék þrjá leiki, mættu Skotum, Pólverjum og Norður-Írum og vann einn leik en tapaði tveimur. Feykir lagði í morgun nokkrar spurningar fyrir Elísu Bríeti.
Meira

Fyrsti sigur Stólastúlkna í efstu deild á þessari öld kom í upprúllun á Stjörnunni

Kvennalið Tindastóls í körfunni tók á móti liði Stjörnunnar í Síkinu í kvöld í annari umferð Bónus deildarinnar. Margir óttuðust erfiðan leik gegn spútnikliði síðasta tímabils, Stjörnunni, sem hafði lagt Íslandsmeistara Keflavíkur í fyrstu umferð á meðan lið Tindastóls steinlá í sveiflukenndum leik gegn Aþenu. En það er ekki á vísan að róa þegar kemur að íþróttum og í kvöld hefði mátt halda að það hefði verið lið Tindastóls, ekki Stjörnunnar, sem stóð sig með glæsibrag í efstu deild á síðasta tímabili. Stólastúlkur leiddu frá fyrstu til síðustu mínútu í leiknum og unnu öruggan 26 stiga sigur, 103-77.
Meira

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni fer fram í kvöld þegar Stjarnan kemur norður.
Meira

Elísa Bríet valin efnilegust í Bestu deildinni af Fótbolti.net

Bestu deild kvenna í knattspyrnu lauk um helgina og það fór svo að eftir toppeinvígi Vals og Breiðabliks þá voru það Blikar sem fögnuðu Íslandsmeistaratitli eftir hreinan úrslitaleik gegn Val í síðustu umferð. Jafntefli dugði þeim grænu til sigurs og markalaust var það. Fótbolti.net tilkynnti í gær um val á liði ársins og þá valdi miðillinn efnilegasta leikmann deildarinnar og það hnoss féll í hlut leikmanns Tindastóls, Elísu Bríetar Björnsdóttur frá Skagaströnd. Til hamingju Elísa Bríet!
Meira

Jón Oddur keppir í pílu á erlendri grundu

Einn félagi í Pílukastfélagi Skagafjarðar er að fara að taka þátt í stóru alþjóðlegu móti dagana 9.-13. október næstkomandi. Í tilkynningu á Facebook-síðu PKS er sagt frá því að Jón Oddur Hjálmtýsson er að fara í keppnisferð til Búdapest þar sem hann mun taka þátt í þremur keppnum; WDF World Open, WDF World Masters og WDF World Championship Qualifier.
Meira

Tap hjá Tindastól í gær

Tindastóll tók á móti nýliðum KR í fyrstu umferð Bónus-deildar karla í körfuknattleik í Síkinu á Sauðárkróki í gærkvöldi. Vel var mætt í Síkið og heimamenn spenntir að sjá Tindastólsliðið undir stjórn Benedikts Guðmundssonar.
Meira

Tap gegn Aþenu í fyrsta leik

Stólastúlkur spiluðu sinn fyrsta leik í Bónus deildinni í gærkvöldi og mættu þá áköfu liði Aþenu í Austurbergi í Breiðholti. Heimaliðið reyndist sterkara að þessu sinni en leikurinn var ansi kaflaskiptur. Lokatölur voru 86-66 fyrir lið Aþenu.
Meira

Bónusdeild karla hefst í kvöld

Bónusdeild karla hefst í kvöld þegar Tindastóll tekur á móti KR í Síkinu. Á Facebooksíðu Tindastóls segir að fyrir leik gefst árskorthöfum tækifæri til að hittast í þjálfaraspjalli frá kl 17.45, í nýrri aðstöðu körfuknattleiksdeildarinnar í norðurhlutanum á Ábæ. Allir árskorthafar eru hvattir til að mæta þangað, spjalla og skiptast á hugmyndum. Leikurinn hefst á slaginu 19:15, hamborgararnir verða á grillinu frá 18:30.
Meira

Stólastúlkur heimsækja Austurberg Aþenu í kvöld

„Það eru allir spenntir fyrir fyrsta leiknum,“ segir Israel Martin, þjálfari kvennaliðs Tindastóls í körfunni, en lið hans spilar í kvöld fyrsta leik sinn í efstu deild körfuboltans á þessari öld. Þrjú lið fóru upp úr 1. deildinni í vor; Hamar/Þór vann deildina, lið Aþenu sigraði úrslitaeinvígi um laust sæti og hafði þá betur í hörku bardaga gegn liði Tindastóls. Síðan gerðist það að Fjölnir dró lið sitt í efstu deild úr keppni og þá var laust sæti fyrir Stólastúlkur.
Meira