Fyrsta kvennamót Pílukastfélags Skagafjarðar haldið í gær
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
10.10.2024
kl. 15.58
Í gærkvöldi fór fram fyrsta kvennamót Pílukastfélags Skagafjarðar og var mætingin frábær. Alls voru 24 konur/stelpur sem tóku þátt, bæði vanar og óvanar. Fyrirkomulag mótsins var þannig að spilað var 301, single out, og allir keppendur fengu þrjú "líf". Tveir keppendur voru saman í liði og var dregið í lið eftir hvern leik þannig að hver leikmaður fékk bæði nýja liðsfélaga og mótherja í hverjum leik fyrir sig. Ef leikmenn töpuðu þá misstu þeir eitt líf og var spilað þangað til að fjórir leikmenn voru eftir á lífi en þá var spilaður úrslitaleikurinn um sigur á mótinu.
Meira