Íþróttir

Hallur Atli valinn í æfingahóp U16

Á heimasíðu KKÍ var tilkynnt um hverjir hefðu verið valdnir í fimm yngri landslið í körfuknattleik fyrir komandi æfingar sem verða í febrúar. Um er að ræða U15 ára og U16 ára stúlkna og drengja sem og U18 ára lið drengja.
Meira

UMSS með sex fulltrúa á Reykjarvíkurleikunum í ár

UMSS á sex fulltrúa á Reykjavík International í frjálsum sem haldnir eru til að auka samkeppnishæfni íslenskra íþróttamanna. Þessi einstaki alþjóðlegi viðburður er haldinn til að draga til sín sterka erlenda keppendur og þar með draga úr ferðakostnaði þeirra sem fá þátttökurétt á þessu leikum. Íþróttamenn þurfa að ná árangri á tímabilinu 1. okt. 2024 – 20. jan. 2025 til að komast inn á topplistann. Þeir íþróttamenn sem eru á þessum lista þann 20. janúar 2025 fá boð á RIG.
Meira

Sigurbjörn Darri stóð uppi sem sigurvegari

Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrir öðru krakkamóti í vikunni en í þetta skiptið var mótið fyrir krakka í 6. og 7. bekk. Alls voru níu krakkar skráðir til leiks og spilað var 301, double out. Byrjað var í riðlum en eftir það var útsláttarkeppni þar til einn stóð eftir sem sigurvegari. Krakkarnir stóðu sig öll frábærlega og sýndu oft á tíðum frábæra takta með góðum +100 heimsóknum og komu nokkur frábær útskot á mótinu.
Meira

Stólastúlkur máttu sætta sig við tap gegn liði Grindavíkur

Stólastúlkur mættu liði Grindavíkur seinni partinn í gærdag í Síkinu en lið Tindastóls var fyrir leikinn í fimmta sæti deildarinnar en gestirnir í því neðsta. Heimastúlkur hafa átt í basli í síðustu leikjum; höfðu tapað fyrir liðum Vals og Þórs í deildinni og Njarðvík í bikar. Taphrinan hófst í kjölfar þess að sérfræðingar í setti á Stöð2Sport fóru að gæla við það að lið Tindastóls gæti orðið Íslandsmeistari. Í gær höfðu Grindvíkingar betur í jöfnum leik, svöruðu hverju áhlaupi Stólastúlkna í lokafjórðungnum og höfðu betur, 72-80.
Meira

Þægilegur sigur á pirruðum afmælisgestum úr Grindavík

Það var tvihöfði í Síkinu í gær; lið Tindastóls og Grindavíkur mættust bæði í kvenna- og karlaflokki. Eftir að kvennaliðið, sem er ekki alveg í stuði þessa dagana, tapaði sínum leik þá sendu strákarnir stuðningsmenn Stólanna káta heim því þeir unnu næsta auðveldan sigur á gestunum, sem leiddu 2-3 en síðan ekki söguna meir. Það var þó ekki fyrr en á lokamínútunum sem Stólarnir skildu gestina eftir í reykjarmekki en lokatölur voru 97-79,
Meira

Yngri Stólastúlkur fá kærkomin tækifæri í Kjarnafæðimótinu

Kvennalið Tindastóls hefur spilað þrjá leiki í Kjarnafæðimótinu nú síðustu vikurnar en mótið hófst fyrri partinn í desember. Liðin eru oftar en ekki þunnskipuð á þessum árstíma, erlendir leikmenn sjaldnast mættir til æfinga fyrr en um það leyti þegar Lengjubikarinn hefst í febrúar og alvara Íslandsmótsins nálgast.
Meira

Elísa Bríet með sigurmarkið

Íslenska U17 stúlknalandsliðið í knattspyrnu tekur nú þátt í æfingamóti í Portúgal og eru fyrstu leikirnir í dag. Auk íslenska liðsins eru það Danmörk, Wales og heimaþjóðin Portúgal sem leiða saman hesta sína og fyrr í dag mætti íslenska liðið einmitt liði Portúgala og vann leikinn 1-2.
Meira

Tvíhöfði í Síkinu

Fimmtudaginn 23.janúar næstkomandi eru 60 ár frá því fyrst var keppt í körfubolta undir merkjum Tindastóls.
Meira

Birgitta og Elísa Bríet í landsliðshópi U17

Þær stöllur og sparksnillingar frá Skagaströnd, Birgitta Rún Finnbogadóttir og Elísa Bríet Björnsdóttir, slá ekki slöku við í boltanum. Þær hafa verið viðloðandi U17 landsliðshóp Þórðar Þórðarsonar landsliðsþjálfara Íslands síðustu misserin og nú þegar æfingamót í Portúgal stendur fyrir dyrum dagma 20.-29. janúar þá eru þær að sjálfsögðu í hópnum sem ætti að öllu jöfnu að hafa lagt land undir fót í dag.
Meira

Lið Njarðvíkur hafði betur gegn Stólastúlkum í VÍS bikarnum

Stólastúlkur urðu að bíta í það súra epli að detta út úr VÍS bikarnum í gær en þá sóttu þær lið Njarðvíkur heim. Um var að ræða leik í átta liða úrslitum og hefði sannarlega verið spennandi fyrir stuðningsmenn Tindastóls að fylgja liðinu í Laugardalshöllina í undanúrslitin. Lið heimastúlkna var lengstum yfir í leiknum en lokamínúturnar voru æsispennandi en heimavöllurinn reyndist drjúgur og Njarðvík hafði betur. Lokatölur 80-73.
Meira