Íþróttir

Dimitris til liðs við bróður sinn í liði Tindastóls

Vísir.is sagði frá því í morgun að liði Tindastóls hefði bæst liðsstyrkur fyrir lokaátökin í Bónus deild karla. Um er að ræða Dimitris Agravanis, eldri bróðir Giannis sem spilar með liði Tindastóls, þaulreyndan þrítugan landsliðsmann Grikkja en hann hefur allan sinn feril spilað með stórliðum í Evrópu þrátt fyrir að hafa á sínum tíma verið valinn af Atlanta Hawks í NBA-deildinni.
Meira

Gerðu gott mót á Reykjavíkurleikunum í frjálsum íþróttum

Það voru sex einstaklingar frá UMSS sem fengu þátttökurétt á Reykjavík International í frjálsum sem haldið var í 18. sinn í Laugardalshöllinni þann 27. janúar síðastliðinn. Þau höfðu með frábærum árangri á tímabilinu 1. okt. 2024 – 20. jan. 2025 öðlast rétt til að taka þátt í þessu alþjóðlega móti og fóru fyrir hönd UMSS þau; Emilía Rós Ólafardóttir, Friðrik Logi Haukstein Knútsson, Halldór Stefánsson, Ísak Óli Traustason, Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir og Sveinbjörn Óli Svavarsson
Meira

Lífsmottóið að vera 1% betri í dag en í gær | Íþróttagarpurinn Axel Arnars

Axel Arnarsson var Íþróttagarpur Feykis í tbl. 15 í fyrra en hann verður 18 ára í lok maí og býr á Grundarstígnum á Króknum. Axel og fjölskylda hans fluttu á Krókinn þegar hann var níu ára gamall en foreldrar hans eru Arnar Már Elíasson og Aldís Hilmarsdóttir. Axel á svo einn lítinn bróðir, eins og hann orðaði sjálfur, sem heitir Kjartan Arnarsson.
Meira

Giannis sjóðheitur gegn Hattarmönnum fyrir austan

Tindastólsmenn sóttu lið Hattar heim á Egilsstaði í gær í 16. umferð Bónus deildar karla í körfubolta. Hattarmenn eru í einu af botnsætum deildarinnar en eru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir fóru betur af stað í gærkvöldi en Tindastólsliðið náði yfirhöndinni fyrir hálfleik og sigldi síðan næsta öruggum sigri heim í síðari hálfleik. Lokatölur voru 85-97 og Stólarnir áfram í öðru sæti deildarinnar.
Meira

Emma Katrín á sterku alþjóðlegu móti í badminton

Um sl. helgi fór fram hið árlega RSL ICELAND INTERNATIONAL 2025 í Reykjavík en það er stærsta afreksverkefni Badmintonsambands Íslands. Á mótinu voru 247 leikmenn skráðir til leiks og voru þeir frá 35 löndum. Ísland átti 34 leikmenn skráða á mótið og var þar á meðal unga og efnilega Emma Katrín Helgadóttir frá Bandmintondeild Tindastóls og spilaði hún þar sem fulltrúi Íslands í einliðaleik kvenna.
Meira

Lið Keflavíkur skellti Stólastúlkum

Stólastúlkur tóku á móti liði Keflvíkinga í Bónus deildinni í gærkvöldi en lið gestanna er ríkjandi Íslandsmeistari. Eftir ágæta byrjun Tindastóls náðu lið Keflavíkur yfirhöndinni í öðrum leikhluta en stakk svo af í byrjun síðari hálfleiks þegar hvorki gekk né rak hjá heimastúlkum. Það fór því svo að Keflavík vann öruggan sigur, 69-97..
Meira

Stólastúlkur og Keflavík kljást í Síkinu

Stólastúlkur mæta liði Íslandsmeistara Keflavíkur í Bónus deildinni í kvöld og fer leikurinn fram í Síkinu. Líkt og oftast þá verður uppkast kl. 19:15 og svo verður barist fram á síðustu sekúndu.
Meira

Hallur Atli valinn í æfingahóp U16

Á heimasíðu KKÍ var tilkynnt um hverjir hefðu verið valdnir í fimm yngri landslið í körfuknattleik fyrir komandi æfingar sem verða í febrúar. Um er að ræða U15 ára og U16 ára stúlkna og drengja sem og U18 ára lið drengja.
Meira

UMSS með sex fulltrúa á Reykjarvíkurleikunum í ár

UMSS á sex fulltrúa á Reykjavík International í frjálsum sem haldnir eru til að auka samkeppnishæfni íslenskra íþróttamanna. Þessi einstaki alþjóðlegi viðburður er haldinn til að draga til sín sterka erlenda keppendur og þar með draga úr ferðakostnaði þeirra sem fá þátttökurétt á þessu leikum. Íþróttamenn þurfa að ná árangri á tímabilinu 1. okt. 2024 – 20. jan. 2025 til að komast inn á topplistann. Þeir íþróttamenn sem eru á þessum lista þann 20. janúar 2025 fá boð á RIG.
Meira

Sigurbjörn Darri stóð uppi sem sigurvegari

Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrir öðru krakkamóti í vikunni en í þetta skiptið var mótið fyrir krakka í 6. og 7. bekk. Alls voru níu krakkar skráðir til leiks og spilað var 301, double out. Byrjað var í riðlum en eftir það var útsláttarkeppni þar til einn stóð eftir sem sigurvegari. Krakkarnir stóðu sig öll frábærlega og sýndu oft á tíðum frábæra takta með góðum +100 heimsóknum og komu nokkur frábær útskot á mótinu.
Meira