Orri og Veigar í lokahóp fyrir Norðurlandamót U-16

Tvíburarnir. Mynd: Kolbrún Marvía Passaro.
Tvíburarnir. Mynd: Kolbrún Marvía Passaro.

Tvíburarnir Orri Már og Veigar Örn, Svavarssynir, hafa verið valdir í 12 manna lokahóp U-16 landsliðs drengja fyrir Norðurlandamótið sem mun fara fram í Kisakallio í Finnlandi dagana 1.-5. ágúst. Þar mun Ísland leika gegn Finnum, Dönum, Svíum, Eistum og Norðmönnum. 

Þeir höfðu áður verið valdir í 16 manna æfingahóp fyrir sumarið sem síðan var skorinn niður í 12 manns. Drengirnir eru synir Kolbrúnar Marvíu Passaro og Svavars Atla Birgissonar sem var nú á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla í körfubolta hjá Tindastóli. Svavar var áður farsæll leikmaður Stólanna í körfubolta.

/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir