Körfuknattleiksdeild Tindastóls semur við nýjan þjálfara
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.07.2022
kl. 09.02
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls hefur samið við hinn króatíska Vladimir Anzulovic um að taka við þjálfun meistaraflokks karla auk þess sem hann mun koma að þjálfun unglingaflokks og stjórna Körfuboltakademíu FNV.
Anzulovic, sem er 44 ára gamall, er reynslumikill þjálfari en hann hefur aðallega þjálfað í Króatíu og Slóveníu, auk starfa fyrir króatísk landslið. Þá átti hann farsaælan feril sem leikmaður áður en hann hóf störf sem þjálfari.
„Anzulovic mætir til í Skagafjörðinn í ágúst og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í Síkið!“ segir í fréttatilkynningu körfuknattleiksdeildar.
Anzulovic, sem er 44 ára gamall, er reynslumikill þjálfari en hann hefur aðallega þjálfað í Króatíu og Slóveníu, auk starfa fyrir króatísk landslið. Þá átti hann farsaælan feril sem leikmaður áður en hann hóf störf sem þjálfari.
„Anzulovic mætir til í Skagafjörðinn í ágúst og bjóðum við hann hjartanlega velkominn í Síkið!“ segir í fréttatilkynningu körfuknattleiksdeildar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.