Nacho Falcón verður í fremstu víglínu hjá Stólunum

Argentíski Ítalinn Juan Ignacio Falcón, eða í stuttu máli Nacho Falcón, hefur skrifað undir samning við 4. deildar lið Tindastóls.Hann kemur í stað Jordán Basilo Meca (Basi) sem var í markahróksformi með Stólunum í sumar eða allt þar til hann meiddist og var það sameiginleg ákvörðun hans og Tindastóls að hann héldi heim.

„Nacho Falcon er frekar stór og sterkur framherji sem er ætlað að skora mörk og fylla það skarð sem Basilio skilur eftir sig. Nacho er mjög sterkur skallamaður og góður i að halda boltanum og tengja spil framarlega á vellinum. Hann er með flótta tækni og verður spennandi að fylgjast með alvöru ástríðu frá Argentínu,“ Segir Donni í spjalli við heimasíðu Tindastóls.

Falcón er fæddur árið 1999 og kemur frá liðinu Oulun Työväen Palloilijat sem leikur í þriðju efstu deild í Finnlandi. Það er frí í boltanum hjá strákunum um verslunarmannahelgina en næsti leikur verður gegn liði RB í Nettóhöllinni í Keflavík þann 5. ágúst og næsti heimaleikur 13. ágúst – rétt eins og hjá Stólastúlkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir