Frábær árangur á Unglingalandsmóti UMFÍ
Fram kemur á FB síðu Frjálsíþróttadeild Tindastóls að árangur frjálsíþróttakrakka úr Skagafirði á Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi, sem fram fór um helgina, hafi verið frábær.
Tíu krakkar kepptu í frjálsum íþróttum og unnust níu einstaklings gullverðlaun, sex silfur og fimm brons. Einnig unnust þrjú gullverðlaun í blönduðum boðsveitum; strákar 11 ára, stelpur 13 ára og strákar 18 ára.
Ísak Hrafn Jóhannsson endaði síðan keppnina með því að setja mótsmet í 600 m hlaupi 11 ára stráka.
Krakkarnir bættu sig í flestum ef ekki öllum sínum greinum.
Þetta verður að teljast mjög góður árangur og verðum við að vera sammála því sem fram kemur í þessum FB pósti um að framtíðin í frjálsum íþróttum í Skagafirði er björt.
Áfram UMSS!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.