Tindastólsmenn mörðu lið RB í Nettóhöllinni

Tindastólsmenn fagna eftir leik gegn liði KÁ nýverið. MYND: ÓAB
Tindastólsmenn fagna eftir leik gegn liði KÁ nýverið. MYND: ÓAB

Tindastólsmenn spiluðu í kvöld í Nettóhöllinni í Reykjanesbæ fyrir framan tíu áhorfendur en andstæðingarnir voru lið RB. Heimaliðið hefur á að skipa ágætu liði en sat engu að síður í sjötta sæti B-riðils 4. deildar fyrir leikinn, já og sitja þar enn því gestirnir að norðan unnu leikinn 1-2.

Sævar Logi Jónsson kom liði RB yfir á 21. mínútu en Addi Ólafs jafnaði metin sjö mínútum síðar. Sigurmark leiksins kom á 45. mínútu og það gerði Domi. Engin mörk voru gerð í síðari hálfleik en einn leikmaður heimamanna fékk að líta gula spjaldið tvívegis á sömu mínútunni, þeirri nítugustu, og fór því snemma í bað.

Tindastólsliðið er sem stendur í toppsæti B-riðils en KFK á leik til góða á mánudaginn. Bæði liðin eru nú með 29 stig og hafa tryggt sér sæti í úrslitakeppninni. Tindastóll á eftir að spila tvo leiki í riðlinum áður en úrslitakeppnin hefst og verða þeir báðir á Króknum; fyrst mætir lið SR laugardaginn 13. ágúst og síðan Stokkseyri 20. ágúst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir