Íþróttir

Skíðasvæðið í Stólnum opnað í dag

Það hefur ekki beinlínis verið snjóþungur vetur, úrkoma sem hefur fallið að mestu verið í votari kantinum, þannig að það er því gleðiefni að í dag er stefnt að opnun Skíðasvæðisins í Tindastólnum í fyrsta sinn í vetur. Skíðavinir þurfa þó að hafa hraðar hendur við að grafa upp skíðin og skóna því það verður opið á milli kl. 16:30 - 19:00 í dag og einnig á morgun, fimmtudag.
Meira

Töltmeistarinn Jói Skúla gjaldgengur í danska landsliðið

Eiðfaxi sagði frá því á dögunum að Króksarinn Jóhann Rúnar Skúlason, sem búið hefur í Danmörku í áratugi, sé nú orðinn gjaldgengur í danska landsliðið og stefnir á þátttöku fyrir hönd Dana á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins sem fram fer í Birmens Torf í Sviss snemma í ágúst á þessu ári. Jóhann telst vera einn sigursælasti knapi samtímans og hefur m.a. sjö sinnum orðið heimsmeistari í tölti á fimm mismunandi hestum.
Meira

Krækjurnar eru bestar :)

Helgina 14. og 15. febrúar fór fram hið árlega blakmót í Fjallabyggð, Benecta mót Blakfélags Fjallabyggðar, og er þá spilað bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Krækjurnar á Króknum létu sig ekki vanta á þetta frábæra mót og skráði tvö lið til leiks. Bæði liðin spiluðu fimm leiki hvor, A-liðið í 1. deild og B-liðið í 5. deild, og fóru leikar þannig að Krækjur A sigruðu sinn riðil og enduðu því í 1. sæti á mótinu.
Meira

Þróttarar úr Vogunum höfðu betur gegn Kormáki/Hvöt

Knattspyrnuliðin hér á Norðurlandi vestra eru komin á fullt í Lengjubikarnum. Þó var frí hjá liðum Tindastóls þessa helgina; stelpurnar eiga leik gegn Val um næstu helgi og leik strákanna sem átti að vera nú um helgina var frestað um viku. Húnvetningar voru aftur á móti í eldlínunni í gær og mættu liði Þróttar úr Vogum í Akraneshöllinni og máttu þola 0-3 tap.
Meira

Birgitta og Elísa Bríet áfram í landsliðshópi U17

Tindastólsstúlkurnar Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir hafa verið valdar í hóp U-17 sem tekur þátt í milliriðli sem fram fer á Spáni daganna 7. mars til 15. mars. Auk Íslands og Spánar eru Belgía og Úkraína í riðlinum.
Meira

Topplið Hauka hafði betur gegn liði Tindastóls

Stólastúlkur mættu toppliði Hauka í Bónus deildinni í gærkvöldi en þá kláraðist síðasta umferðin í hefðbundnu deildarkeppninni. Hafnfirðingar unnu nokkuð öruggan sigur þó svo að aðeins hafi munað fjórum stigum þegar lokaflautið gall. Lokatölur 90-86 en ljóst var að umferðinni lokinni að lið Tindastóls færðist úr fimmta sæti í það sjötta og tekur því í mars þátt í einfaldri umferð neðstu fimm liðanna í deildinni.
Meira

Katelyn og Súsanna náðu ágætum árangri

Um helgina fór Meistaramót Íslands 15-22 ára í frjálsum fram í Laugardalshöllinni og var hörkuþátttaka á mótinu frá frjálsíþrótta-félögum um allt land. Það voru ÍR-ingar sem stóðu uppi sem sigurvegarar í stigakeppni félagsliða og hlutu 353,5 stig, FH-ingar urðu í öðru sæti með 299 stig og HSK/SELFOSS í því þriðja með 238 stig.
Meira

Garðbæingar lögðu lið Húnvetninga

Lið Kormáks/Hvatar spilaði um helgina fyrsta leik sinn í Lengjubikarnum og var spilað á Samsungvellinum í Garðabæ. Andstæðingurinn var lið KFG sem spilar í 2. deildinni í sumar líkt og lið Húnvetninga. Garðbæringarnir reyndust sterkari á svellinu í þetta skiptið og unnu 4-1 sigur.
Meira

Óskar Smári hafði betur í baráttunni um montréttinn í Brautarholti

Það voru ekki bara körfuboltastúlkurnar sem máttu þola grátlegt tap í gær því knattspyrnustúkurnar máttu bíta í sama súra eplið þegar þær spiluðu við lið Fram í Lengjubikarnum. Spilað var á Lambhafavellinum sunnan heiða og tryggðu heimastúlkur sér sigur í leiknum með marki í uppbótartíma. Lokatölur 2-1.
Meira

Grátlegt tap Stólastúlkna í Síkinu í gærkvöldi

Kvennalið Tindastóls í körfunni tók á móti liði Hamars/Þórs í gærkvöldi í 17. umferð Bónus deildarinnar. Leikurinn var báðum liðum mikilvægur enda skiptir hver sigur máli í baráttunni um að halda sætinu í efstu deild. Það fór svo í kvöld að gestirnir reyndust sterkari og höfðu sigur eftir æsispennandi lokamínútur, gerðu sigurkörfu leiksins þegar þrjár sekúndur voru eftir og lokatölur 94-96.
Meira