Íþróttir

Donni vill læti á laugardaginn

„Nú næsta laugardag eftir tæpa viku spilar úrvalsdeildarlið Tindastóls gríðarlega mikilvægan leik við Fylki. Við erum lang minnsta samfélagið á bakvið efstu deildarlið í fótbolta og það er gríðarlegt afrek. Þetta er síðasti heimaleikur sumarsins og það er tækifæri til að taka allt á næsta stig, styðja af krafti og hjálpa til við að Tindastóll eigi áfram lið í efstu deild á Íslandi í knattspyrnu,“ segir Donni þjálfari Stólastúlkna í fótboltanum og biðlar til stuðningsmanna að fjölmenna á völlinn.
Meira

Fyrsti æfingaleikurinn hjá stelpunum um helgina

„Já, ég er sáttur. Leikmenn mættu til æfinga í góðu ástandi þannig að ég sé að stelpurnar voru að æfa í sumar. Í gærkvöldi var önnur æfing okkar með fullt lið og fyrsta skiptið sem við gátum spilað 5 á 5,“ sagði Israel Martiin, þjálfari kvennaliðs Tindastóls í Bónus deildinni þegar Feykir innti hann eftir því hvort hann væri ánægður með hópinn sinn.
Meira

Krefjandi golfveður á öllum vígstöðum

Um sl. helgi var nóg um að vera hjá unga fólkinu í Golfklúbbi Skagafjarðar. Á Króknum fór fram FISK mótið – unglingamótaröð fyrir 15-18 ára og á Reykjavíkursvæðinu var Íslandsmót golfklúbba fyrir 12 ára og yngri. Veðurspáin fyrir helgina var ekki eitthvað til að hrópa húrra fyrir og setti strik í reikninginn á báðum mótum en þrátt fyrir krefjandi aðstæður kláruðu allir sitt og voru sér og félaginu til sóma. 
Meira

Góður árangur skagfirskra pílukastara

Íslandsmót félagsliða í pílukasti fór fram um helgina og sendi Pílukastfélag Skagafjarðar fullmannað lið til keppni í karlaflokki. Leikið var bæði laugardag og sunnudag. Byrjað var á tvímenning og komust tvö af fjórum liðum upp úr riðlum, Arnar Már og Þórður Ingi duttu út í 16 liða úrslitum en Arnar Geir og Jón Oddur voru slegnir út í 8 liða úrslitum.
Meira

Aldís María með sigurmarkið gegn Keflavík

„Þessi var risastór og mikilvægur fyrir okkur. Mér fannst þessi leikur spilast nokkurn veginn eins og við vildum. Náðum fyrsta markinu sem var mjög mikilvægt og heilt yfir þá fékk Keflavík ekkert færi af viti í leiknum fyrir utan markið. Við erum mjög ánægð með varnarleikinn í heild sinni og sóknarleikurinn var þokkalegur og við fengum okkar færi eins og venjulega. Virkilega sterkt að skora tvö góð mörk,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna eftir mikilvægan 2-1 sigur á liði Keflavíkur í fyrstu umferð úrslitakeppni neðrii liðanna í Bestu deildinni.
Meira

Kobbatvennur komu Kormáki/Hvöt í bobba

Kormákur/Hvöt heimsóttir Húsavík í dag þar sem lið Völsungs beið þeirra en Þingeyingar sátu í öðru sæti 2. deildar fyrir leikinn. Húnvetningar eru hins vegar í fallbaráttu en ætluðu sér stig. Eftir ágætan en markalausan fyrri hálfleik fór sú von út um gluggann og í hvalskjaft á Skjálfanda. Þegar upp var staðið höfðu heimamenn gert fjögur mörk en gestirnir ekkert.
Meira

Til hamingju Tindastóll!

Lið Tindastóls lék í dag við Árborg en um var að ræða toppslaginn í 4. deild. Eitt stig dugði til en það fór vel á því að eina mark leiksins gerði þjálfarinn okkar frábæri, Dominick Furness, og það á sjálfri markamínútunni – þeirri 43. Í leikslok lyftu Stólarnir því bikarnum fyrir sigur í 4. deild og fögnuðu innilega með stuðningsmönnum liðstins. Til hamingju Tindastóll!
Meira

Stórleikir í fótboltanum um helgina

Það er stóleikir fyrir liðin af Norðurlandi vsetra í fótboltanum þessa helgina. Húnvetningar ríða fyrstir á vaðið en þeir halda norður á Húsavík og leika þar við sterkt lið Völsungs. Seinna um daginn taka Tindastólsmenn á móti liði Árborgar á Króknum og á sunnudaginn spila Stólastúlkur fyrsta leik sinn í úrslitakeppni neðri liða Bestu deildarinnar þegar Keflvíkingar mæta til leiks.
Meira

Tóti túrbó heldur heim í Vesturbæinn

Körfuknatt­leiksmaður­inn Þórir Guðmund­ur Þor­bjarn­ar­son er geng­inn til liðs við upp­eld­is­fé­lagið KR á nýj­an lek en eins og flestir ættu að vita þá lek hann með liði Tindastóls síðasta vetur. Þórir skrif­ar und­ir tveggja ára samn­ing við KR.
Meira

Fimmtán ungir og efnilegir golfarar á Íslandsmóti golfklúbba 12 ára og yngri

Íslandsmót golfklúbba 2024 fyrir kylfinga 12 ára og yngri hófst í dag, föstudaginn 30. ágúst, og er lokadagurinn á sunnudaginn. Keppt er á þremur völlum, á Bakkakoti hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar, í Mýrinni hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og á Sveinskoti hjá Golfklúbbnum Keili. Á ferðinni fyrir hönd GSS eru 15 ungir og efnilegir krakkar sem skipa þrjú lið í mismunandi styrkleikadeildum, tvær drengjasveitir og ein stúlknasveit.
Meira