Íþróttir

Útivallarferð deluxe til stuðnings Kormáki/Hvöt

Næstkomandi laugardag fer fram fyrsti af þremur úrslitaleikjum Kormáks Hvatar um áframhaldandi veru í 2. deild karla í knattspyrnu. Aðdáendasíða liðsins segir frá því að farið verður á Húsavík við Skjálfanda og nú þurfi að smala í stúkuna!
Meira

Landsliðskona Níkaragva til liðs við Tindastól í Bestu deildinni

Erica Alicia Cunningham fékk á mánudaginn leikheimild með liði Tindastóls í Bestu deild kvenna og mun spila með liðinu út tímabilið. Cunningham er varnarmaður, 31 árs og fædd í San Francisco í Bandaríkjunum. Það vekur að sjálfsögðu athygli að félagaskiptaglugginn lokaði fyrir 13 dögum og síðast á sunnudagskvöld tjáði Donni þjálfari Feyki að Tindastóll næði ekki að bæta við hópinn hjá sér.
Meira

Enn er spenna í 4. deildinni

Einn leikur fór fram í 4. deild karla í knattspyrnu í gær. Ekki voru það Stólarnir sem sýndu takta en leikurinn skipti miklu í baráttunni um sæti í 3. deild að ári. Ýmir í Kópavogi tók þá á móti liði Árborgar.
Meira

„Þetta var bara mjög léleg ákvörðun“

„Þetta var að mörgu leyti fín frammistaða heilt yfir. Sköpuðum fleiri færi en undanfarið og varnarleikurinn heilt yfir góður. Það vantaði bara upp á að ná að setja boltann yfir línuna en það voru sannarlega mörg tækifæri til þess í leiknum,“ sagði Donni þjálfari Stólastúlkna þegar Feykir spurði hann út í jafnteflisleikinn gegn liði Keflavíkur í Bestu deildinni í gær.
Meira

Slæmur skellur heimamanna á Blönduósi í dag

Nítjánda umferðin í 2. deild karla í fótbolta var spiluð í dag og á Blönduósi tóku liðsmenn Kormáks/Hvatar á móti Þrótti úr Vogum sem eru í baráttunni um sæti í Lengjudeildinni að ári. Þeir skoruðu strax í byrjun leiks og bættu við marki rétt fyrir hlé og eftir það sáu heimamenn ekki til sólar. Lokatölur 0-5 og Húnvetningar nú komnir í bullandi baráttu fyrir sæti sínu í deildinni.
Meira

Óbreytt staða á botni Bestu deildarinnar

Lið Tindastóls og Keflavíkur skildu jöfn, 1-1, á Sauðárkróksvelli í dag í átjándu og síðustu umferð Bestu deildarinnar. Úrslitin þýða að lið Tindastóls er í áttunda sæti með 13 stig nú þegar úrslitakeppnin hefst en Keflvík í tíunda og neðsta sæti með 10 stig eða jafnmörg og Fylkir. Liðin mætast að nýju í fyrstu umferð úrslitakeppni neðri liðanna sem hefst nk. sunnudag.
Meira

Stólarnir með níu og hálfa tá í 3. deild

Lið Tindastóls í 4. deildinni tók stórt skref í átt að sæti í 3. deild að ári í gær en þá heimsóttu þeir botnlið RB og rótburstuðu þá. Stólarnir eru nú með afar heilbrigt forskot á liðin sem eru að berjast á toppnum, bæði stigalega og á markatölu og eiginlega óhugsandi að þetta geti klikkað, enda liðið búið að spila frábærlega í síðari umferð og hefur nú unnið átta leiki í röð í deild og í raun tíu leiki í röð séu tveir leikir í Fótbolta.net bikarnum teknir inn.
Meira

Stólastúlkur taka á móti liði Keflavíkur í dag

Síðasta umferðin í Bestu deild kvenna fer fram í dag og hefjast allir leikirnir kl. 14:00. Á Sauðárkróksvelli verður mikilvægur leikur í botnbaráttunni þar sem lið Tindastóls tekur á móti botnliði Keflavíkur. Nú þurfa stuðningsmenn Stólastúlkna að skella sér í regngallann og fjölmenna á völlinn og styðja stolt Norðurlands vestra í fótboltanum. Oft var þörf en nú er nauðsyn.
Meira

Lýtingurinn Gunnar Freyr glímir í Englandi

Á heimasíðu Glímusambands Íslands er sagt frá því að flottur hópur glímumanna sé nú á keppnisferðalagi um England þar sem tíu glímumenn- og konur taka þátt í ellefu mótum á tíu dögum. Einn af þeim sem stígur dansinn er skráður í UMSS en það er Gunnar Freyr Þórarinsson og lagði Feykir nokkrar spurningar fyrir hann í gær. Gunnar Freyr er sonur Sigrúnar Helgu Indriðadóttur og Þórarins Guðna Sverrissonar sem búa á Stórhóli í Lýtingsstaðahreppi. „Þar er ég alinn upp en hef í seinni tíð verið heimalningur í Skagafirðinum á sumrin en hef verið í skóla á Akureyri og í Reykjavík síðan haustið 2015,“ segir hann til að byrja með.
Meira

Stefnir í naglbíta í botnbaráttu 2. deildar

Það var mikilvægur leikur í neðri hluta 2. deildarinnar í knattspyrnu á Blönduósi í gær en þá tók Kormákur/Hvöt á móti liði Ægis úr Þorlákshöfn. Fyrir leik voru heimamenn sæti og stigi ofar en lið Ægis en nú þegar langt er liðið á tímabilið er hvert stig dýrmætt í botnbaráttunni. Það voru því miður gestirnir sem gerðu eina mark leiksins þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka og skelltu sér upp fyrir Húnvetninga í deildinni og talsverð pressa nú komin á lið Kormáks/Hvatar.
Meira