Íþróttir

Nemendur Árskóla lögðu starfsfólk í spennuleik

Mikil gleði og stemning einkenndi skólastarf í Árskóla á Sauðárkróki í gær þegar árlegur íþróttadagur rann upp. Allir nemendur og starfsfólk skólans tóku þátt í fjölbreyttri íþróttadagskrá sem innihélt keppni og leiki af ýmsu tagi.
Meira

Ísland spilar í Póllandi á EuroBasket í haust

Körfuknattleikssambönd Íslands og Póllands hafa náð samkomulagi um að Ísland spili í Póllandi á EuroBasket í haust og hefur FIBA Europe samþykkt það samkomulag. EuroBasket í haust fer fram í fjórum löndum Póllandi, Lettlandi, Finnlandi og Kýpur en löndin eru samtals 24 sem keppa á EuroBasket á fjögurra ára fresti. Þessi lönd gátu svo samið við eina þjóð um að vera með þeim í riðli áður en dregið verður í riðla 27. mars. Finnland samdi við Litháen, Lettland við Eistland og Kýpur við Grikkland.
Meira

Donni sáttur með margt þrátt fyrir tap gegn Val

Leik Tindastóls og Vals sem fram átti að fara á Hlíðarenda sl. sunnudag var frestað vegna veðurs en leikurinn var spilaður í gær við ágætar aðstæður. Stólastúlkur hafa aldrei riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Val og það varð engin breyting á því í gær og höfðu Hlíðarendastúlkurnar talsverða yfirburði í leiknum þó svo að gestirnir hafi verið áræðnir og héldu haus þrátt fyrir 5-0 tap.
Meira

Ingvi Þór vann bronsdeildina í 3. umferð Floridana deildarinnar á Akureyri

Um sl. helgina fór fram 3. umferð Floridana deildarinnar í pílukasti sem haldin var í Píluaðstöðu hjá Píludeild Þórs á Akureyri. Alls tóku 50 þátttakendur þátt í mótinu en óvenju fámennur hópur gerði sér ferð frá PKS að þessu sinni yfir heiðina. Það voru þeir Jón Oddur Hjálmtýsson, sem spilaði í Gulldeildinni, Ingvi Þór Óskarsson, sem spilaði í Bronsdeildinni, og Einar Gíslason, sem spilaði í Stáldeildinni, sem gerðu sér ferð á mótið.  
Meira

Lið Hamars/Þórs var sterkara í spennuleik í Þorlákshöfn

Hefðbundinni deildarkeppni í Bónus deild kvenna lauk fyrir viku og nú er hafin einföld umferð neðstu fimm liðanna annars vegar og efstu fimm hins vegar. Lið Tindastóls hafnaði í sjötta sæti og spilaði í gær sinn fyrsta leik í þessari leikjarunu. Þær heimsóttu lið Hamars/Þórs sem var að spila annan leik sinn en þær sunnlensku töpuðu á undraverðan hátt fyrir liði Aþenu. Heimalstúlkur leiddu mestanpart gegn liði Tindastóls sem voru þó ekki langt frá því að næla í sigur en heimastúlkurnar höfðu betur á endanum. Lokatölur 77-72.
Meira

Benni með þrennu þegar KF kom í heimsókn

Feykir verður að gangast við því að hafa verið alveg í ruglinu með skröltið á leiktíma Tindastóls og KF í Lengjubikarnum. Sagt var frá því að leikurinn yrði kl. 19 í kvöld en ekki er annað að sjá en að hann hafi farið fram í gærkvöldi. Hvernig sem það nú er þá er ljóst að Stólarnir voru í stuði og fóru illa með gesti sína úr Fjallabyggð. Lokatölur 5-0 og strákarnir því fyrstir liðanna á Norðurlandi vestra til að næla í sigur í Lengjubikar ársins.
Meira

Lið Húnvetninga reyndist rjómabollan sem lið KV gleypti í dag

Það var tímamótaleikur í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem lið KV og Kormáks/Hvatar leiddu sína gæðinga saman í fyrsta skipti á KR-vellinum. Svo virðist sem vallaraðstæður og heimavöllurinn hafi hentað liði Knattspyrnufélags Vesturbæjar betur en norðanmönnum því leikurinn endaði 8-1.
Meira

Skráðu sig seint inn og of snemma út

Það er næsta víst að úrslitakeppnin í körfunni verður óútreiknanleg því nokkur þeirra liða sem ekki hafa verið sannfærandi í vetur virðast búin að finna fjölina sína. Það er því vissara, ef hugmyndin er að ná í stig, að mæta á réttum tíma til leiks. Lið Tindastóls lenti í hörkuleik í gærkvöldi í Kaldalónshöllinni á Álftanesi og varð toppliðið að sætta sig við ósigur gegn sprækum heimamönnum. Lokatölur 102-89.
Meira

Fimm boltaleikir á þremur dögum

Boltaíþróttafólk á Norðurlandi vestra stendur í stórræðum þessa helgi en meistaraflokkar liðanna spila fimm leiki og erum við þá að tala um fótbolta og körfubolta. Karlalið Tindastóls, sem trónir á toppi Bónus deildar karla í körfunni, hefur veisluna á Álftanesi í kvöld. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður væntanlega gerð góð skil á Stöð2Sport.
Meira

Birna Guðrún og Friðrik Henrý sigruðu í partý-tvímenningi PKS

Pílukastfélag Skagafjarðar stóð í gærkvöldi fyrir alveg hreint frábæru pílumót en þá var boðið upp á partý tvímenning fyrir krakka í 3.-7. bekk á svæðinu. Mótið fór fram í húsnæði PKS og var þátttakan fín, nítján krakkar mættu til leiks. Sigurvegarar mótsins voru þau Birna Guðrún Júlíusdóttir og Friðrik Henrý Árnason og fengu að launum gullmedalíu. Í öðru sæti urðu Rakel Birta Gunnarsdóttir og Hólmar Aron Gröndal.
Meira