Íþróttir

Leikur á móti Stjörnunni í kvöld

Nú er komið að æfingaleik tvö hjá Meistaraflokki karla Tindastóls í körfubolta. Leikurinn hefst á slaginu 19:15 það kostar 1000 kr. inn og hamborgarasalan hefst venju samkvæmt 18:30. 
Meira

„Staðan varð því miður þannig í byrjun árs að ég þurfti að hugsa um meira en körfubolta“

Það styttist í að kvennalið Tindastóls spili í fyrsta sinn á þessari öld í efstu deild körfuboltans, sjálfri Bónus deildinni. Eflaust hafa einhverjir velt því fyrir sér hvernig á því standi að Eva Rún Dagsdóttir, fyrirliði liðsins til tæpra þriggja ára og þar að auki dóttir Dags formanns körfuknattleiksdeildar og systir Hlífars Óla kynnis í Síkinu, skipti yfir í Selfoss á þessum tímapunkti.
Meira

„Pabbi hefur reglulega verið að minna á að hann hafi verið alveg framúrskarandi markmaður“

Feykir á það til að minnast á að fyrirliði kvennaliðs Tindastóls í fótboltanum, Bryndís Rut, sé frá Brautarholti, rétt norðan við Varmahlíð. Hún er auðvitað ekki eina fótboltabullan þaðan því bróðir hennar, Óskar Smári Haraldsson, er eins og margir vita á kafi í boltanum og hefur síðustu þrjú sumur þjálfað lið Fram í kvennaboltanum. Tók við liðinu í 2. deild, fór strax með það upp í Lengjudeildina og eftir tvö ár í þeirri skemmtilegu deild þá tryggðu Framarar sér sæti í Bestu deildinni nú um helgina. Feyki þótti tilefni til að óska kappanum til hamingju og taka púlsinn af þessu tilefni.
Meira

Það harðnar á dalnum hjá Húnvetningum

Það var spilað á Sjávarborgarvelli á Hvammstanga í dag í 21. umferð 2. deildarinnar í knattspyrnu. Þá tók Kormákur/Hvöt á móti Knattspyrnufélagi Austurlands sem hefur verið í toppbaráttunni í mest allt sumar en var rétt búið að missa af lest þeirra liða sem vilja fylgja liði Selfoss upp í Lengjudeildina. Leikurinn var því kannski ekki mikilvægur fyrir gestina en hann var það sannarlega fyrir lið Húnvetninga sem berst fyrir lífi sínu í deildinni. Það var lið KFA sem hafði betur, vann leikinn 1-3.
Meira

Stólarnir unnu alla leiki sína í síðari umferðinni

Karlalið Tindastóls í knattspyrnu spilaði síðasta leik sinn í 4. deild í gær en þá sóttu strákarnir lið KÁ heim í Hafnarfjörð á BIRTU-völlinn. Stólarnir höfðu þegar tryggt sér efsta sæti deildarinnar og sæti í 3. deild að ári og því leikurinn kannski mest upp á stoltið og að halda mönnum á tánum fyrir komandi undanúrslitaleik í Fótbolti.net bikarnum. Lokatölur urðu 0-3 fyrir Stólana.
Meira

Allir geta verið stoltir af liði Tindastóls, segir Donni

Feykir spurði Donna, þjálfari Stólastúlkna, hvort hann væri stoltur af liðinu sínu eftir mikilvægan sigur á Fylki. „Ég er í skýjunum með frammistöðuna í dag þegar allt var undir. Stelpurnar stóðust pressuna alveg eins og ég vissi að þær gætu gert. Þær gerðu það sama í fyrra og í raun hefðu mörkin í dag getað verið jafn mörg og þá,“ sagði hann og vísaði í 7-3 sigur á ÍBV í fyrra við svipaðar kringumstæður.
Meira

Stólastúlkur áfram á meðal þeirra Bestu!

Mikilvægasti leikur sumarsins var spilaður í dag á Sauðárkróksvelli þar sem Tindastóll og Fylkir mættust í nokkurs konar úrslitaleik um sæti í Bestu deild kvenna. Með sigri Fylkis hefðu þær jafnað Stólastúlkur að stigum og átt botnlið Keflavíkur í síðustu umferðinni í úrslitakeppni neðri liða á meðan lið Tindastóls hefði sótt Stjörnuliðið heim. Frá fyrstu mínútu réðu hins vegar heimastúlkur ferðinni, spiluðu í raun hinn fullkomna leik og unnu lið gestanna 3-0 – og tryggðu þar með sætið í Bestu deildinni. Til hamingju Stólastúlkur!
Meira

Fjölmennt í Síkinu þegar Stólarnir lögðu Þórsara

Fyrsti æfingaleikur karlaliðs Tindastóls í körfubolta fór fram í gærkvöldi en það voru Þórsarar sem þræddu þjóðveginn úr Þorlákshöfn alla leið í Síkið eina og sanna. Ekki er nema um vika síðan allir leikmenn Stólanna komu fyrst saman til æfinga en samkvæmt Körfunni.is þá leiddu heimamenn frá fimmtu mínútu og allt til leiksloka. Lokatölur 95-83.
Meira

Ég elska þetta

Karlalið Tindastóls í fótboltanum lyfti sér loks upp um deild þegar liðið lagði Árborg í toppslag 4. deildar og tryggði sér sæti í 3. deild að ári. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Dominic Furness. Mörgum hefur þótt hryggilegt að Stólarnir hafi verið þetta neðarlega í karlafótboltanum en ferill liðsins síðustu áratugina hefur verið rússíbanareið. Liðið hefur aldrei komist í efstu deild en á bestu tímabilum hafa strákarnir verið í næstefstu deild og svo flakkað talsvert þar fyrir neðan. Það er í það minnsta ljóst að Tindastólsfólki finnst ekki að liðið eigi heima í neðstu deildunum.
Meira

Benni er alltaf spenntur þegar það er stutt í nýtt tímabil

„Já, við erum búin að koma okkur fyrir og erum að elska lífið á Króknum. Við erum einnig búin að vera mikið á ferðinnni að ferja dót og eigum eftir að ná í meira dót – okkur líður rosalega vel hérna,“ segir Benedikt R. Guðmundsson, þjálfari Tindastóls í körfunni, þegar Feykir spurði hann hvort hann væri búinn að koma sér fyrir á Króknum. Nú styttist í alvöruna en fyrsti æfingaleikur haustsins er annað kvöld í Síkinu og því rétt að athuga með þrýstinginn hjá þjálfaranum.
Meira