Hr. Hundfúll

Andri Freyr og Gunna Dís eru langflottust

Herra Hundfúll er ekki duglegur við að hlusta á útvarp. Það er þó einn þáttur sem mögulega getur fengið hann til að bíta á útvarpsöngulinn og það eru Virkir morgnar á Rás 2. Sérstaklega þó ef snillingarnir að austan, Gunna Dís og Andri Freyr, eru við stjórnvölinn. Þau geta jagast hvort í öðru eins og þreytt hjón en væntumþykjan skín í gegn og oftar en ekki verður úr hið snotrasta spjall. Nú þótti hinsvegar Andri hafa farið eitthvað yfir mörkin í spjalli við aðra útvarpskonu og fær talsvert á baukinn hjá sérstökum saksóknurum spjallþráða og samfélagsmiðla. Herra Hundfúll vonar að Andri láti þetta ekkert á sig fá enda er bæði hollt og gott að vera hundfúll öðru hvoru.
Meira

Leiðir rafmagnsins eru kannski órannsakanlegar?

Það kemur Herra Hundfúlum pínulítið spánskt fyrir sjónir að sjá iðnaðarráðherra hressan og kátan tala um að leggja sæstreng til Bretlands og selja þangað rafmagn eins og enginn sé morgundagurinn. Í það minnsta miðað við hvað sami ráðherra hafði miklar efasemdir um að hægt væri að finna rafmagnssnúru til að leggja norður í eitt álver á Skaga. En Herra Hundfúll hefur svosem ekkert vit á þessu rafmagni.
Meira

Þau er mörg Grettistökin

Í 37. tölublaði Feykis má meðal annars finna mynd af glaðbeittum köppum í Kiwanisklúbbnum Drangey, margverðlaunuðum eftir einstakt ár þar sem þeir komu mörgu góðu til leiðar með hjálp einstaklinga og fyrirtækja sem lögðu þeim lið. Það er nefnilega alveg magnað hverju klúbbar og kvenfélög hafa fengið áorkað í gegnum tíðina og óeigingjarnt starf þeirra er sannarlega til eftirbreytni. Og kannski er rétt að minna á að góðir hlutir gerast sjaldnast af sjálfu sér.
Meira

Krókurinn hér, hvar og hvenær sem er...

Það kemur fyrir að talað sé um Sauðkrækinga og fáir gera athugasemdir við það. Þetta þykir þó ekki gott mál og finnst sumum merking þess allt önnur og verri en ástæða er til. Herra Hundfúll getur orðið verulega hundfúll þegar hann heyrir fólk tala um Sauðkræklinga. Enda er hann enginn Kræklingur og enn síður kr... Sjá meira >
Meira

Hvað er að ske!?

Herra Hundfúll eru hamingjusamur með gengi íslenska landsliðsins í fótbolta. Hvaða snilld er það að liðið sé komið í úrslitakeppni Evrópumótsins í Frakklandi næsta sumar? Hver hefði nú reiknað með þessu þegar Lars og Heimir tóku við liðinu fyrir fjórum árum?
Meira

Allt annað en allt annað en...

Herra Hundfúlum finnst grátbroslegar athugasemdirnar sem eru áberandi í umræðunni um byggingu álvers í Skagabyggð. Flestar eru á þann veg að allt sé betra en álver og það sé um nóg annað að velja fyrir íbúa á Norðurlandi v...
Meira

Skemmtilegir leikarar í leiðinlegum þætti?

Herra Hundfúll var að velta fyrir sér hvort þátturinn Drekasvæðið, sem margir skemmtilegustu leikarar landsins leika í eins og segir í kynningu, sé viljandi svona leiðinlegur eða hvort það er óvart.
Meira

Já, nú er fjör!

Það er akki alltaf sem Hr. Hundfúll er kátur og hress. Í dag gleðst hann þó yfir frábæru gengi Tindastólsmanna í körfunni en þegar þetta er skrifað er ljóst að lið Tindastóls mun spila til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn n...
Meira

Gestir boðnir velkomnir?

Herra Hundfúll á það til að gleyma sér þegar hann er á Akureyri. Þar eru nefnilega bílastæðin ekki alltaf alveg frí og þeir sem voga sér að leggja í miðbænum þurfa ýmist að setja pening í stöðumæli eða vera með þar til...
Meira

Það er bilað!

Herra Hundfúll er nú örugglega ekki einn um halda að veðrið sé eitthvað bilað núna í vetur. Það er endalaust flökt á þessu batteríi; einn daginn kyngir niður snjó, þann næsta fýkur hann í skafla og síðan rignir með slíku...
Meira