Krókurinn hér, hvar og hvenær sem er...
Það kemur fyrir að talað sé um Sauðkrækinga og fáir gera athugasemdir við það. Þetta þykir þó ekki gott mál og finnst sumum merking þess allt önnur og verri en ástæða er til.
Herra Hundfúll getur orðið verulega hundfúll þegar hann heyrir fólk tala um Sauðkræklinga. Enda er hann enginn Kræklingur og enn síður kræklingur. Í grunnskóla benti ágætur íslenskukennari á að réttast væri að tala um Sauðárkróksbúa en það er ekki mjög þjált og fáir sem nota það í daglegu tali. Best finnst Herra Hundfúlum að tala bara um Króksara enda einfalt og gott og varla hægt að misskilja.
Er þá kannski bara best að slaufa þessu bæjarnafni, Sauðárkrókur, og breyta því bara í Krókurinn!?
Hvað finnst þér?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.