Allra leiðir liggja á Bessastaði
feykir.is
Hr. Hundfúll
04.01.2016
kl. 08.47
Því hefur verið fleygt að það sé að losna starf á Bessastöðum. Herra Hundfúlum virðist sem framboð verði meira en eftirspurn.
Svo virðist sem einhverjir þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar (eða hafa nefnt sig til sögunnar) telji sig eiga brýnt erindi við þjóðina – ef ekki alla Jarðarbúa. Við fyrstu sýn virðist sem listi yfir viljuga ábúendur verði álíka skrautlegur og listinn yfir Repúblikana sem sækjast eftir því að komast á Bessastaði þeirra í Bandaríkjahreppi. – Það hljómar ekki vel.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.