Hr. Hundfúll

Enginn veit hvað átt hefur...

Herra Hundfúll er mjög leiður yfir því að Andri Fannar og Gunna Dís séu ekki lengur á morgnana á Rás2. Þau voru nefnilega góðir félagar inn í daginn og alveg frábærust.
Meira

Hundfúll er alltaf að græða

Herra Hundfúll fékk hringingu frá 365, kurteisir gaurar á báðum endum. Sölumaðurinn segir Hundfúlum að nú sé Hundfúll búinn að vera með fríáskrift af öllum stöðvum hjá 365 í fjóra mánuði og spyr hvernig honum hafi líkað og Hundfúll segir eitthvað á þá leið að þetta hafi bara verið fínt.
Meira

Sól ég hef sögu að segja þér...

Herra Hundfúlum finnst sumarfrí án sólar vera töluvert tilgangslaust. Það væri því fínt núna að fá svona sextán tommu sól með pepperóni og extra osti.
Meira

Fótboltavöllur í dulargervi?

Herra Hundfúll er orðinn hundleiður á þessu ónýta grasi á Sauðárkróksvelli og er nú búinn að missa tölu á því hversu mörg sumur í röð hefur þurft að bíða fram á mitt sumar með að hefja tuðruspark á vellinum. Það sér hver heilvita maður að þetta náttúrulega gengur engan veginn. Það þarf að smella gervigrasi á aðalvöllinn á Króknum og það fyrr en síðar. Það verður til lítils fyrir tuðrusparkara að fá byggt fjölnotahús í hálfri vallarstærð ef það er síðan ekki hægt að spila fótbolta á löglegum velli fyrr en undir haust þegar Íslandsmótið er yfirstaðið. Ef ekki á að vinna stór spjöll á knattspyrnuiðkun í Skagafirði þá þarf nú að láta hendur standa fram úr ermum. Nema menn séu bara fullsáttir með að fótboltinn leggist af á Króknum.
Meira

Þú skalt ekki hneykslast!

Herra Hundfúll hefur verið í andlegri krísu síðan Reykjavíkurdætur dilluðu sér og sínum í ljósbláum sjónvarpsþætti Gísla Marteins á dögunum. Eftir að hafa slafrað í sig ýmis misgáfuleg ummæli á samfélagsmiðlum þjóðarinnar ætlaði Herra Hundfúll að hneykslast ærlega hér á Feyki.is en ...
Meira

Hvað er þetta með síðustu lögin fyrir fréttir?

Herra Hundfúll hefur gaman að því að hlusta á þvargarana Andra Frey og Gunnu Dísi sem að rölta með manni inn í daginn á Rás2. Þau eru hress og sniðug þrátt fyrir tuðið. En það er hinsvegar alveg magnað – eigiinlega alveg ömurlegt – hvað þeim tekst að velja leiðinleg lög til spilunar rétt fyrir fréttir í hádeginu. Oftar en ekki neyðist Herra Hundfúll til að slökkva á útvarpinu eða jafnvel stilla á Bylgjuna svo taugakerfið lifi hádegið af.
Meira

Ófærð milli tannanna á fólki

Herra Hundfúll er lítt stoltur af þeirri þjóðaríþrótt Íslendinga að nöldra. Nú eru til dæmis allir með Ófærð milli tannanna en fólk virðist skiptast í tvær fylkingar eins og oft vill verða...
Meira

Æfum okkur í auðmýkt

Við erum frek og tilætlunarsöm. Við krefjumst árangurs af öðrum. Ef eitthvað fer ekki eins og við höfðum gert okkur vonir um orgum við og emjum og köstum leikföngunum okkar í allar áttir. Allt fer á annan endann vegna hluta sem kannski eru ekki svo ofboðslega mikilvægir. Herra Hundfúll er sammála Guðmundi Guðmundssyni handboltaþjálfara um að okkur skortir auðmýkt og fögnuð þegar vel gengur. Jú og sennilega skortir okkur jafnvægi og smá skynsemi þegar illa gengur. Það getur verið kúnst að draga andann.
Meira

Allra leiðir liggja á Bessastaði

Því hefur verið fleygt að það sé að losna starf á Bessastöðum. Herra Hundfúlum virðist sem framboð verði meira en eftirspurn... >sjá meira
Meira

Við þurfum öll að stíga skrefið!

Nú þrefa menn í París um loftslagsmál og öllum sem þykir nú eitthvað vænt um okkar einmanalegu jörð hér í gímaldi geimsins krossa eflaust fingur í þeirri von að þjóðir heims komi sér saman um að stíga stór skref í átt til minnkandi mengunar andrúmsloftsins.
Meira