Leiðir rafmagnsins eru kannski órannsakanlegar?
feykir.is
Hr. Hundfúll
30.10.2015
kl. 19.11
Það kemur Herra Hundfúlum pínulítið spánskt fyrir sjónir að sjá iðnaðarráðherra hressan og kátan tala um að leggja sæstreng til Bretlands og selja þangað rafmagn eins og enginn sé morgundagurinn.
Í það minnsta miðað við hvað sami ráðherra hafði miklar efasemdir um að hægt væri að finna rafmagnssnúru til að leggja norður í eitt álver á Skaga. En Herra Hundfúll hefur svosem ekkert vit á þessu rafmagni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.