Þau er mörg Grettistökin
feykir.is
Hr. Hundfúll
01.10.2015
kl. 16.43
Í 37. tölublaði Feykis má meðal annars finna mynd af glaðbeittum köppum í Kiwanisklúbbnum Drangey, margverðlaunuðum eftir einstakt ár þar sem þeir komu mörgu góðu til leiðar með hjálp einstaklinga og fyrirtækja sem lögðu þeim lið.
Það er nefnilega alveg magnað hverju klúbbar og kvenfélög hafa fengið áorkað í gegnum tíðina og óeigingjarnt starf þeirra er sannarlega til eftirbreytni.
Og kannski er rétt að minna á að góðir hlutir gerast sjaldnast af sjálfu sér.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.