Stólarnir spila í VÍS bikarnum á Skaganum annað kvöld

Karlalið Tindastóls spilar í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins mánudaginn 21. október og er mótherjinn lið ÍA og fer leikurinn fram á Skipaskaga. Þetta ætti að vera mátulegur kvöldrúntur fyrir stuðningsmenn Stólanna á höfuðborgarsvæðinu að skjótast upp á Akranes enda frítt í göngin báðar leiðir...

Leikurinn hefst kl. 19:15.

32 liða úrslitin karlamegin fara fram 20. og 21. október og eru þetta leikirnir:
Hamar - Keflavík
Þór AK. - Álftanes
ÍA - Tindastóll
Selfoss - Fjölnir
Laugdælir - Breiðablik
ÍR - Valur
Ármann - Njarðvík
Skallagrímur - Snæfell
KR b - Grindavík

Haukar, Sindri, Þór Þ., Höttur, Stjarnan, KR og KV sitja hjá og eru komin áfram í 16 liða úrslit.

Miðvikudaginn 23. október verður síðan dregið í 16 liða úrslitum í VÍS bikarkeppni KKÍ í íþróttamiðstöðinni í Laugardal, 3. hæð. 32 liða VÍS bikarúrslit karla fara fram 20.-21.október og á því eftir að koma í ljós hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16 liða úrslitum.

Í VÍS bikarkeppni kvenna eru 16 lið skráð og má sjá hér fyrir neðan hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður á miðvikudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir