Veiðileyfin í Blöndu lækka verulega

Veitt í Blöndu á fallegum degi. MYND: STEBBI LÍSU
Veitt í Blöndu á fallegum degi. MYND: STEBBI LÍSU

Félagið Fish Partner, nýr rekstraraðili Blöndu og Svartár, ætlar að lækka verð á veiðileyfum í Blöndu verulega. Sporðaköst, veiðivefur mbl.is, greinir frá þessu en laxveiði í Blöndu hefur verið dræm síðustu ár og þá sérstaklega í sumar og í fyrra. Veiðifélag Blöndu og Svartár samdi nýlega við Fish Partner um að taka að sér umboðssölu á veiðileyfum fyrir félagið.

Sporðaköst segja að verðið á besta tíma yfir sumarið verði í kringum 94 þúsund krónur en húsgjaldið verður 42 þúsund krónur á sólarhringinn. Þá kemur fram að verðið á stöng í opnuninni næsta sumar verði í kringum hundrað þúsund krónur.

Einnig kemur fram að Fish Partner ætli að kynna ýmsar nýjungar, m.a. að bjóða upp á tvíhendu námskeið/veiðiferð í Blöndu. Um er að ræða tveggja daga kennslu og veiði. Auk þess verður nýr valkostur í boði á svæði þrjú en þar munu veiðimenn geta veitt gljúfrin af báti og verður veitt niður gljúfrin að brúnni ofarlega í Blöndudal.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir