Íbúafundur vegna deiliskipulagstillögu fyrir „Skógargötureitinn“

Skipulagsnefnd Skagafjarðar boðar til íbúafundar föstudaginn 25. október nk. kl.16-17 í Ljósheimum í Skagafirði vegna deiliskipulagstillögu fyrir Skógargötureitinn á Sauðárkróki.

Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkti á 30. fundi sínum þann 18.09. 2024 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir „Skógargötureitinn, íbúðabyggð á Sauðárkróki“, í samræmi við 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010 og samhliða henni tillögu að breytingu á gildandi deiliskipulagi Gamla bæjarins á Sauðárkróki.
Deiliskipulagsbreytingin fyrir breytingu á deiliskipulagi Gamla bæjarins á Sauðárkróki er sett fram á uppdrætti með greinargerð nr. DS01, útgáfa 1.0, dags. 04.09.2024, sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu fyrir sveitarfélagið Skagafjörð. 

Ástæða breytingarinnar er sú að í vinnslu er nýtt deiliskipulag fyrir Skógargötureitinn svokallaða á Sauðárkróki. Skipulagssvæði þess deiliskipulags afmarkast af Skógargötu að vestan, Kambastíg að norðan, Aðalgötu að austan og göngustíg að sunnan. Svæðið er innan deiliskipulags gamla bæjarins á Sauðárkróki frá 1987. Deiliskipulag Skógargötureitarins kallar á breytingu á gildandi deiliskipulagi gamla bæjarins þar sem hlut skipulagssvæðisins fellur út en skv. 5.3.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013 mega deiliskipulagssvæði ekki skarast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir