Stefnt að endurnýjun rafkerfisins í kirkjugarði Blönduóss

Stjórn kirkjugarðs Blönduóss var endurkjörin á fundinum. MYND AF HÚNA.IS
Stjórn kirkjugarðs Blönduóss var endurkjörin á fundinum. MYND AF HÚNA.IS

Húnahornfið segir frá því að á aðalfundi Kirkjugarðs Blönduóss, sem fram fór 12. mars síðastliðinn, var samþykkt að á næstu þremur árum yrði unnið að endurnýjun rafmagnskerfisins í kirkjugarðinum og að sett yrði upp tenglahús fyrir jólaljósin. Þá var samþykkt að ganga frá göngustígum í nýjasta hluta garðsins og setja mottur, eins og eru á stígunum sem liggja í gegnum garðinn. Lausleg kostnaðaráætlun vegna þessara framkvæmda er um átta milljónir króna.

Á aðalfundinum kom fram að kirkjugarðsvinum, sem greiða 5.000 krónur árlega til garðsins, hafi fjölgað um fimm milli ára. Stuðningur kirkjugarðsvina nam 365 þúsund krónum í fyrra og munar um minna.

Stjórn Kirkjugarðs Blönduóss var endurkjörin á aðalfundinum og skoðunarmenn voru einnig endurkjörnir. Er þessi hópur nú að hefja sitt áttunda starfsár saman. Eins og undanfarin sumur er gert ráð fyrir að snyrta til í garðinum fyrir 17. júní.

Heimild: Húni.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir