Dagur Þór heiðraður með Silfurmerkinu

Dagur Þór ásamt Guðbjörgu Norðfjörð Elíasdóttur sem víkur úr sæti formanns KKÍ. Mynd kki.is
Dagur Þór ásamt Guðbjörgu Norðfjörð Elíasdóttur sem víkur úr sæti formanns KKÍ. Mynd kki.is

Þann 15. mars sl. fór fram Körfuknattleiksþing KKÍ á Grand Hótel í Reykjavík en þingið er haldið annað hvert ár. Á þessu þingi sitja fulltrúar frá aðildarfélögum og sambandsaðilum KKÍ og er stjórn KKÍ kosin á þessu þingi. Þá eru einnig veitt heiðursviðurkenningar og var Dagur Þór Baldvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, heiðraður með Silfurmerkinu að þessu sinni. Þeir sem hljóta Silfurmerkið þurfa að hafa unnið vel og dyggilega að eflingu körfuknattleiksíþróttarinnar í áratug eða lengur. Feykir óskar Degi til hamingju með viðurkenninguna.

Skráðu þig inn til að lesa

Þú getur valið um þrjár áskriftarleiðir:

Leið 1 (blað og rafrænn aðgangur)

Færð blaðið inn um lúguna í hverri viku, rafrænan aðgang að pdf útgáfunni og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 3.295 kr. á mánuði m/vsk (2.968,5 án/vsk)
Það eru alltaf fjögur blöð í mánaðaráskriftinni.

Leið 2 (rafrænn aðgangur að pdf útgáfu blaðsins)

Færð rafrænan aðgang að pdf útgáfunni að Feyki og að læstum fréttum inn á feykir.is.
Kostar 1.990 kr. á mánuði m/vsk. (1.793 kr. án/vsk).

Leið 3 (rafrænn aðgangur í viku)

Færð rafrænan aðgang að nýjasta tbl. Feykis og læstum fréttum í viku inn á feykir.is.
Kostar 555 kr. vikan m/vsk. (500 kr. án/vsk).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir