Dagur Þór heiðraður með Silfurmerkinu
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
17.03.2025
kl. 12.24
Þann 15. mars sl. fór fram Körfuknattleiksþing KKÍ á Grand Hótel í Reykjavík en þingið er haldið annað hvert ár. Á þessu þingi sitja fulltrúar frá aðildarfélögum og sambandsaðilum KKÍ og er stjórn KKÍ kosin á þessu þingi. Þá eru einnig veitt heiðursviðurkenningar og var Dagur Þór Baldvinsson, formaður Körfuknattleiksdeildar Tindastóls, heiðraður með Silfurmerkinu að þessu sinni. Þeir sem hljóta Silfurmerkið þurfa að hafa unnið vel og dyggilega að eflingu körfuknattleiksíþróttarinnar í áratug eða lengur. Feykir óskar Degi til hamingju með viðurkenninguna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.