Græni salurinn í kvöld !
Sannkölluð tónlistarveisla verður í Bifröst á Sauðárkróki í kvöld föstudaginn 27.desember, þegar tónleikar sem nefnast Græni salurinn byrja á slaginu 20:30. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem tónleikarnir eru haldnir og er það með þessa tónleika eins annað á þessum árstíma fyrir þeim er komin hefð.
Feykir hafði sambandi við Guðbrand Ægi og forvitnaðist aðeins hverju mætti eiga von á og meðal þeirra sem fram koma eru; Hvíti hesturinn, Pilli Prakkó, Atli Dagur, Gillon, Aline Garmune, Jesss, Malen, Danshljómsveit Árna Finnssonar Skólahljómsveitin, Trognmobile, Skottubandið og Húsið á sléttunni
Tónleikarnir byrja sem áður segir 20:30, húsið opnar 20:00 og eru tónleikarnir til miðnættis. 1500 kr. enginn posi verður á staðnum en rétt er að benda á hraðbanka í næsta nágrenni við Bifröst. Flestallir flytjendur eru úr Skagafirði, þó er ein sótt til Spánar en það er Aline Garmune, sem vissulega er þó með tengingu við Skagafjörð því Ægir sagði okkur að hún væri mágkona Gísla Þórs( Gillions).
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.