Karlakórinn Heimir frestar söng um sólarhring
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
28.12.2024
kl. 18.23
Veðrið skall á með látum eins og varla hefur farið framhjá nokkrum sem í Skagafirði og nærsveitum eru. Karlakórinn Heimir ætlaði að hefja upp raust sína í Miðgarði í kvöld 28. desember klukkan 20:00 og uppselt var á tónleikana en nú er orðið ljóst að fresta þarf tónleikunum vegna veðurs.
Örvæntið ekki því tónleikarnir fara fram annaðkvöld, sunnudaginn 29. desember, klukkan 20:00 í Miðgarði.
Fram kemur á Facebooksíðu þeirra Heimismanna að þeir sem eiga miða og komast ekki á tónleikana annaðkvöld fá að sjálfsögðu endurgreitt og er fólk beðið að hafa samband við þá í skilaboðum á Facebook.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.