Fréttir

Blankiflúr keppir um Sykurmolann

Sykurmolinn kallast lagakeppni sem fram fer á útvarpsstöðinni X977 en þar fá óþekktir tónlistarmenn tækifæri til að láta ljós sitt skína og koma sér á framfæri. Keppt er bæði í kvenna- og karlaflokki og að þessu sinni á einn Króksari lag í keppninni. Það er Inga Birna Friðjónsdóttir, sem kallar sig Blankiflúr, en hún er með lagið Modular Heart í keppninni ásamt samstarfsmanni sínum, Stefáni Erni Gunnlaugssyni sem kallar sig Jerald Copp.
Meira

Uppskeruhátíð íþróttafólks í Skagafirði

Uppskeruhátíð íþróttafólks í Skagafirði fór fram þann 28. desember sl. þar sem veitt voru verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan árangur, ástundun og framfarir á árinu sem nú er nýlokið auk þess sem hvatningarverðlaun UMSS voru veitt fyrir tvö árin á undan, sem ekki hafði verið framkvæmt vegna Covid-takmarkana.
Meira

Pavel ráðinn þjálfari Tindastóls

Körfuknattleiksdeild Tindastóls gekk í dag frá samningi við Pavel Ermolinskij um að hann taki nú þegar við sem þjálfari meistaraflokks karla. Pavel er einn sigursælasti leikmaður sem íslenskur körfuknattleikur hefur nokkurn tíma átt. Hann byrjaði enda snemma og lék fyrsta leik sinn í úrvalsdeild KKÍ með ÍA árið 1998, þá aðeins ellefu ára gamall. Það er væntanlega met sem seint eða aldrei verður slegið!
Meira

Útlit fyrir hina bestu skíðahelgi í Stólnum

Það er útlit fyrir hið álitlegasta veður um helgina, stilltu og fallegu en það er vissara að klæða sig vel ætli fólk út undir bert loft því hitastigið gæti nálgast mínus 20 gráðurnar. Það eru örugglega margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar (!) og hyggjast smella á sig skíðum og renna sér í Tindastólnum.
Meira

Laus staða sviðsstjóra fjölskyldusviðs

Skagafjörður óskar eftir að ráða drífandi og framsýnan leiðtoga í starf sviðsstjóra fjölskyldusviðs. Fjölskyldusvið Skagafjarðar samanstendur af þremur meginstoðum sem starfa samþætt; félagsþjónustu, frístundaþjónustu og fræðsluþjónustu, ásamt öflugri stoðþjónustu sérfræðinga sem vinna þvert á sviðið.
Meira

Úreltum kynjahugmyndum sparkað - Fimm drengir saman á umönnunarvakt

Enn er talað um hefðbundin kvenna- eða karlastörf þó þær skilgreiningar séu hverfandi eftir árangursríkar aðgerðir með það að markmiði að brjóta niður úreltar hugmyndir um slíkt. Ungu kynslóðinni var t.d. bent á það í átaki fyrir fáum árum að allar leiðir væru færar í námi og starfi fyrir bæði kynin.
Meira

Verkefni Háskólans á Hólum hljóta næst hæstu úthlutunina úr Samstarfssjóði háskólanna

Í haust tilkynnti Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um að settur yrði á laggir tveggja milljarða króna sjóð sem ætlað er að ýta undir öflugt samstarf allra háskóla á Íslandi. Sjóðinum yrði úthlutað í tveimur umferðum með einum milljarði í hvorri umferð. Alls bárust 48 umsóknir í sjóðinn fyrir 2.858 m.kr. í fyrri umferðinni og áttu allir sjö háskólarnir á Íslandi umsóknir í sjóðnum. Háskólinn á Hólum sendi inn sex umsóknir og var samstarfsaðili í öðrum ellefu umsóknum.
Meira

Wake Me Up Before You Go Go! í Miðgarði

Nemendur á unglingastigi Varmahlíðarskóla standa í stórræðum þessa dagana en í dag kl. 17 frumsýna þeir gleðisprengjuna Wake Me Up Before You Go Go! í Menningarhúsinu Miðgarði. Handritið er eftir Hallgrím Helgason, Íris Olga Lúðvíksdóttir leikstýrir og sýningin því eðlilega stútfull af gleði og söng. Að sýningu lokinni verður slegið upp balli en síðari sýningin verður annað kvöld, föstudaginn 13. janúar kl. 20, og að henni lokinni verður veislukaffi. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir Trostan Agnarsson skólastjóra.
Meira

22 nemar þreyttu sveinspróf í húsasmíði um helgina

Það var mikið um að vera í Hátæknimenntasetri Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra um helgina þegar 22 nemar þreyttu sveinspróf í húsasmíði. Hófst það á föstudegi og stóð fram á sunnudag en fjóra dagana á undan var haldið námskeið fyrir þá sem vildu undirbúa sig fyrir átök helgarinnar.
Meira

Varði þremur dögum í að hreinsa upp flugeldalíkin á Króknum

Grétar Freyr Pétursson, 11 ára Sauðkrækingur, hefur gert sér að leik að tína upp flugeldrusl sem verður til eftir gamlársfjörið í bænum. Telur hann að tertulíkin séu yfir 200 sem hann safnaði saman og fór með í Flokku.
Meira