feykir.is
Skagafjörður, Minningargreinar
19.01.2023
kl. 11.49
Árið er 1955. Hún var nítján ára við vinnu á Hólum þegar hún fékk þau skilaboð frá föður sínum að reyna að komast á Krókinn og heimsækja móður á sjúkrahúsinu. Hún vissi af ungum manni, sem átti bíl og bað hann að leyfa sér að sitja í næst þegar hann færi á Krókinn, sem var auðsótt mál. Þarna kvaddi hún móður sína sem lést stuttu síðar. Þegar henni var tilkynnt andlát móðurinnar slapp út úr henni «Æ það var gott» Og þessi orð fylgdu henni það sem eftir lifði og hún lifði í þeirri bjargföstu trú að dauðinn væri ekki það versta sem gæti hent þig í lífinu. Þegar kvölin er orðin svona mikil er dauðinn líkn. Enda lét hún gjarnan þau orð falla ef eldra fólk féll frá «Æ það var gott að hún/hann fékk að deyja». En ungi maðurinn sem átti bílinn varð síðar eiginmaður hennar til tæpra sextíu ára.
Meira