Fréttir

Eyfirðingar lögðu Stólana á Kjarnafæðismótinu

Karlalið Tindastóls spilaði í Kjarnafæðismótinu nú á laugardaginn og mætti sameinuðu liði Dalvíkur og Reynis Árskógsströnd. Leikið var í Boganum á Akureyri og var jafnt í hálfleik, bæði lið gerðu eitt mark. Í síðari hálfleik máttu Stólarnir sín lítils manni færri og töpuðu leiknum 4-1.
Meira

Helga Una kjörin Íþróttamaður USVH 2022

Helga Una Björnsdóttir, knapi frá Syðri-Reykjum í Húnaþingi vestra, hefur verið kjörin Íþróttamaður Ungmennasambands Vestur Húnvetninga árið 2022. Í frétt á vef USVH segir að Helga, sem býr á Selfossi, keppi í Meistaradeild Líflands sem er sterkasta innanhúss mótaröðin á Íslandi. Hún hefur verið í landsliðshóp Íslands í nokkur ár og var valin kynbótaknapi ársins 2022.
Meira

Skagabyggð kynnir nýja heimasíðu og byggðarmerki

Nú um áramótin tók Skagabyggð í notkun nýja heimasíðu og í leiðinni var kynnt til sögunnar nýtt byggðarmerki sveitarfélagsins. Fram kemur að heimasíðan sé enn í þróun og allar góðar hugmyndir vel þegnar. Nú þegar má finna á síðunni fundargerðir sveitarstjórnar auk almennra upplýsinga um sveitarfélagið, þjónustu, sveitarstjórn og nefndir auk frétta.
Meira

Janúarveðrið svipað og í desember en minna frost

Fyrsti fundur Veðurklúbbs Dalbæjar fór fram í síðustu viku en þar voru mættir Haukur Haraldsson, Kristján Loftur Jónsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Jón Garðarsson og Magnús Gunnlaugsson. Í skeyti þeirra spámanna er landsmönnum óskað gleðilegs árs þökk fyrir öll þau liðnu.
Meira

Vlad þjálfari hættur

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls og Vladimir Anzulovic hafa komist að samkomulagi um að hann hætti störfum sem aðalþjálfari meistaraflokks karla. Þetta kemur fram í tilkynningu deildarinnar á Facebook síðu hennar fyrr í kvöld.
Meira

Gul veðurviðvörun fram á morgun

Feykir sagði frá því fyrir helgi að útlit væri fyrir sæmilegt veður um helgina og útlit fyrir að skíðasvæðið í Stólnum yrði opið báða dagana. Skjótt skipast veður í lofti en það slapp þó til á laugardeginum en í dag, sunnudag, hefur veðrið verið leiðinlegt hér norðanlands, skíðasvæðið því lokað og þegar þetta er skrifað hefur Þverárfjallsvegi einnig verið lokað. Gul veðurviðvörun er í gildi á Norðurlandi vestra og útlit fyrir að svo verði fram á morgun.
Meira

Bókin Náðarstund á sérstakan stað í hjarta mínu

Nú drepur Bók-haldið niður fæti á Vatnsnesi en á Sauðadalsá býr Guðrún Ósk Steinbjörnsdóttir, fædd á Akranesi árið 1985. Hún segist búa þar ásamt sinni nútímafjölskyldu en Guðrún starfar sem aðstoðarskólastjóri við Grunnskóla Húnaþings vestra „Einnig bý ég með sauðfjárbónda svo ég tel mig vera það að hluta þó ég myndi mun frekar vilja kalla mig hestamann.“
Meira

Stólarnir þurfa að leiðrétta kúrsinn

Tindastólsmenn tóku á móti góðu Keflavíkurliði í Síkinu í gærkvöldi og vonuðust stuðningsmenn Stólanna eftir því að leikmenn hefndu ófaranna gegn Val á dögunum, kæmu ákveðnir til leiks og sýndu Keflvíkingum í tvo heimana. Ekki gekk það eftir. Heimamenn leiddu í hálfleik en í síðari hálfleik gekk hvorki né rak og Keflvíkingar unnu þægilegan sigur. Lokatölur 75-84. Nú er komið að því að hrökkva eða stökkva, lið Tindastóls er vel skipað en eitthvað er augljóslega ekki að virka.
Meira

Þórður Ingi fyrsti pílukastmeistarinn

Pílukastfélag Skagafjarðar var stofnað á aðventunni og í kjölfarið boðað til jólamóts, í samstarfi við FISK Seafood, sem haldið var þann 28. desember í aðstöðu félagsins á Borgarteig 7 á Sauðárkróki. Opið var fyrir 24 þátttakendur og fylltist í mótið fyrir jól.
Meira

Á mótorfákum á framandi slóðum :: Tólf manna hópur í ævintýraferð til Víetnam

Í lok september fór tólf manna hópur mótorhjólakappa af Íslandi í ævintýraferð til Víetnam til að aka þar um sveitir. Fjórir af þessum ferðafélögum voru af Króknum einn frá Blönduósi einn af Hellissandi og rest úr Reykjavík, með sterk tengsl á Snæfellsnesið. Feykir settist niður með tveimur þeirra, Baldri Sigurðssyni og Magnúsi Thorlacius og forvitnaðist um ferðina en þeir telja sig vera upphafsmenn hennar.
Meira