Fréttir

Þórhildur Sunna tekur við sem þingflokksformaður Pírata

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur tekið við sem þingflokksformaður Pírata, en hún var kjörin á þingflokksfundi á dögunum. Hún tekur við embættinu af Halldóru Mogensen. Björn Leví Gunnarsson var við sama tilefni kjörinn varaþingflokksformaður en Gísli Rafn Ólafsson gegnir enn embætti ritara þingflokksins.
Meira

Öll erum við menn

Þeir eru skrítnir tímarnir sem við lifum á núna og fjölbreytilegar baráttur háðar á samfélagsmiðlum sem ýmist miða að feðraveldi, kynþáttafordómum eða kvenfyrirlitningu. Á dögunum mátti fylgjast með umræðu um það hvort orðið fiskari gæti komið í stað sjómanns en því orði var skotið inn í greinargerð með lagafrumvarpi um sjávarútveg á Alþingi. Hefur fólk lýst skoðunum sínum á samfélagsmiðlum og einhver ratað í fréttatíma fjölmiðla.
Meira

Styrkir til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs

Mennta- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, hefur úthlutað 450 milljónum króna til íþróttahreyfingarinnar vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs. Um er að ræða lokaúthlutun stjórnvalda með það að markmiði að viðhalda öflugu íþróttastarfi hér á landi. Körfuknattleiksdeild Tindastóls hlaut styrk upp á kr. 811.152 en knattspyrnudeild Tindastóls styrk sem nam kr. 1.918.265. Ekki komu styrkir til annarra íþróttafélaga á Norðurlandi vestra.
Meira

Galopið bréf til yfirstjórnar Samkaupa

Kæru yfirmenn Samkaupa! Þannig er að þið rekið búð á Blönduósi en í Húnabyggð búa um 1200-1500 manns auk fjölda ferðafólks sem kemur hér við. Ástandið á búðinni sem þið rekið hér hefur verið til mikillar skammar fyrir ykkur. Við höfum lent í vandræðum við að fá nauðsynjavörur eins og t.d. mjólk, brauð, kartöflur, grænmeti, ávexti o.fl.
Meira

Lið FNV áfram í 16 liða úrslit Gettu betur

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, er komin í gang enn eitt skiptið og að sjálfsögðu sendir Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra lið til leiks. Lið FNV þreytti frumraun sína þennan veturinn síðastliðið mánudagskvöld þar sem spekingar okkar mættu liði Menntaskólans í Kópavogi. Eftir jafnræði í hraðaspurningum tók lið FNV öll völd í bjölluspurningunum og sigraði með stæl, 21–9.
Meira

Hestamenn kjósa um nýtt nafn á Gæðingafimi LH

Á landsþingi Landssambands hestamanna LH síðastliðið haust var samþykkt að taka Gæðingafimi LH inn í regluverk sambandsins og jafnframt samþykkt að efna til samkeppni um nýtt nafn á greinina. Kosning er hafin og stendur valið á milli fjögurra nafna.
Meira

Erfiðir þriðju leikhlutar hjá 10.fl.karla um helgina í Síkinu

Um helgina mættust Tindastóll og ÍR í tveim leikjum í 10.fl.karla og var fyrri leikurinn spilaður á laugardeginum og seinni á sunnudeginum. Fyrir leikinn voru ÍR-ingar í fyrsta sæti og okkar strákar í öðru sæti svo búast mátti við hörkuleikjum um helgina.
Meira

Rósanna og Viðar nýir eigendur Hlín Guesthouse Steinsstöðum

Eigendaskipti hafa orðið hjá Hlín Guesthouse, sem staðsett er í Steinsstaðahverfi í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði, eftir að Rósanna Valdimarsdóttir og Viðar Ágústsson festu nýlega kaup á eigninni. Opið hús verður á laugardag og fólk velkomið að skoða og njóta dagsins með nýjum eigendum.
Meira

Nýskipað Ungmennaráð Skagafjarðar hélt sinn fyrsta fund

Nú um miðjan desember fór fram fyrsti fundur nýskipaðs Ungmennaráðs Skagafjarðar. Á fundinum var farið yfir hlutverk ráðsins og hvernig það getur beitt sér fyrir því að hafa áhrif á málefni ungmenna innan sveitarfélagsins.
Meira

Hulda Þórey kölluð til æfinga með U16 landsliði Íslands

Hulda Þórey Halldórsdóttir úr Tindastóli hefur verið kölluð til æfinga með U-16 landsliði Íslands í knattspyrnu. Magnús Örn Helgason og Margrét Magnúsdóttir, landsliðsþjálfarar U16 kvenna, hafa nýverið tilkynnt hóp fyrir æfinglotu sem fram fer dagana 18.-20. janúar í Miðgarði í Garðabæ.
Meira