Uppskeruhátíð íþróttafólks í Skagafirði

Verðlaunahafarkörfuknattleiksdeildar Tindastóls: Dagur formaður, Helgi Rafn fyrirliði, Pétur Rúnar Íþróttamaður Skagafjarðar og leikmaður kkd. og þjálfararnir Helgi Freyr og Svavar Atli. Myndir: PF.
Verðlaunahafarkörfuknattleiksdeildar Tindastóls: Dagur formaður, Helgi Rafn fyrirliði, Pétur Rúnar Íþróttamaður Skagafjarðar og leikmaður kkd. og þjálfararnir Helgi Freyr og Svavar Atli. Myndir: PF.

Uppskeruhátíð íþróttafólks í Skagafirði fór fram þann 28. desember sl. þar sem veitt voru verðlaun og viðurkenningar fyrir góðan árangur, ástundun og framfarir á árinu sem nú er nýlokið auk þess sem hvatningarverðlaun UMSS voru veitt fyrir tvö árin á undan, sem ekki hafði verið framkvæmt vegna Covid-takmarkana.

Fimmtán íþróttaiðkendur á aldrinum 12 - 17 ára voru tilnefndir af aðildarfélögum UMSS árið 2020 en þau sem þá viðurkenningu fá má telja áhugasama iðkendur með góða ástundun, sýna góða hegðun innan vallar sem utan, eru góðir félagar og teljast vera góð fyrirmynd annarra unglinga.

Golfklúbbur Skagafjarðar - Tómas Bjarki Guðmundsson og Una Karen Guðmundsdóttir
Hestamannafélagið Skagfirðingur - Kristinn Örn Guðmundsson og Þórgunnur Þórarinsdóttir
Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári - Kristinn Örn Guðmundsson og Herdís Lilja Valdimarsdóttir
Ungmennafélagið Neisti - Sævar Snær Birgisson og Marta Birna Eiríksdóttir
Ungmennafélagið Tindastóll
Júdódeild - Konráð Jónsson og Fjóla Indíana Sólbergsdóttir
Frjálsíþróttadeild – Stefanía Hermansdóttir
Körfuknattleiksdeild – Örvar Freyr Harðarson og Marín Lind Ágústsdóttir
Knattspyrnudeild – Einar Í. Sigurpálsson og Margrét Rún Stefánsdóttir

Tólf fengu hvatningarverðlaun UMSS 2021:

Golfklúbbur Skagafjarðar - Brynjar Már Guðmundsson og Dagbjört Sísí Einarsdóttir
Hestamannafélagið Skagfirðingur - Sveinn Jónsson og Ólöf Bára Birgisdóttir
Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári - Daníel Smári Sveinsson og Bryndís Erla Guðmundsdóttir
Ungmennafélagið Tindastóll
Badmintondeild – Emma Katrín Helgadóttir
Frjálsíþróttadeild – Amelía Ýr Samúelsdóttir
Körfuknattleiksdeild – Bogi Sigurbjörnsson og Rebekka Hólm Halldórsdóttir
Knattspyrnudeild – Bragi Skúlason og Magnea Petra Rúnarsdóttir

Hvatningarverðlaun UMSS 2022 hlutu 19 ungir íþróttamenn:

Golfklúbbur Skagafjarðar – Markús Máni Gröndal og Dagbjört Sísí Einarsdóttir
Hestamannafélagið Skagfirðingur – Alexander Leó Sigurjónsson og Fjóla Indíana Sólbergsdóttir
Ungmenna og Íþróttafélagið Smári - Halldór Stefánsson og Bríet Bergdís Stefánsdóttir
Ungmennafélagið Neisti - Björn Austdal Sólbergsson, Valgerður Rakel Rúnarsdóttir og Greta Berglind Jakobsdóttir
Ungmennafélagið Tindastóll
Badmintondeild – Emma Katrín Helgadóttir
Frjálsíþróttadeild – Hafþór Ingi Brynjólfsson og Efemía Ösp Rúnarsdóttir
Júdódeild - Freyr Hugi Herbergsson og Jo Althea Sandoval Mertola
Knattspyrnudeild - Hilmar Örn Helgason og Hulda Þórey Halldórsdóttir
Körfuknattleiksdeild – Einar Í. Sigurpálsson og Fanney María Stefánsdóttir
Skíðadeild – Lára Sigurðardóttir

Landsliðsfólk UMSS

Fjórar viðurkenningar voru veittar til þeirra sem stunda eða þjálfa hjá aðildarfélögum UMSS fyrir landsliðsval eða þátttöku hjá sérsamböndum ÍSÍ árið 2022. Þar voru á ferðinni:

Alex Arnarson Körfuknattleikssamband Íslands
Baldur Þór Ragnarsson landsliðsþjálfari KKÍ
Eyrún Ýr Pálsdóttir Landssamband Hestamannafélaga
Friðrik Hrafn Jóhannsson landsliðsþjálfari KKÍ
Helgi Jóhannesson Badmintonsamband Íslands
Ísak Óli Traustason Frjálsíþróttasamband Íslands
Orri Már Svavarsson Körfuknattleikssamband Íslands
Sigtryggur Arnar Björnsson Körfuknattleikssamband Íslands
Sigurður Arnar Björnsson landliðsþjálfari Frjálsíþróttasambands Íslands
Sigurður Gunnar Þorsteinsson Körfuknattleikssamband Íslands
Stefán Jón Ólafsson Skíðasamband Íslands

Afrekssjóður UMSS

Í Afrekssjóð UMSS sóttu átta einstaklingar um styrk:
Andrea Maya Chirikadzi
Axel Arnarson
Björk Ingólfsdóttir
Ísak Óli Traustason
Margrét Rún Stefánsdóttir
Orri Már Svavarsson
Stefanía Hermannsdóttir
Þórgunnur Þórarinsdóttir

Lið ársins 2022

Golfklúbbur Skagafjarðar – Karlasveit GSS
Karlasveit GSS var í fyrsta sæti þriðju deildar golfklúbba í sumar og mun því spila í annarri deild að ári. Leikið var á Íslandsmóti golfklúbba í 3. deild á Ísafirði í ágúst og gerði sveitin sér lítið fyrir og sigraði allar sínar fimm viðureignir. Sveitin er skipuð ungum en reynslumiklum kylfingum sem sýndu hörku baráttu, góða og prúðmannlega spilamennsku. Sveitina skipuðu: Arnar Geir Hjartarson, Atli Freyr Rafnsson, Hákon Ingi Rafnsson og Ingvi Þór Óskarsson Liðsstjóri: Andri Þór Árnason.

Ungmennafélagið Tindastóll Knattspyrnudeild - Meistaraflokkur kvenna
Meistaraflokkur kvenna setti sér það markmið fyrir tímabilið að komast aftur upp í Bestu deildina. Það tókst með glans og þær áttu lengi vel möguleika á að vinna Lengjudeildina, en enduðu eftir jafntefli í síðasta leik sumarsins í öðru sæti sem dugði þeim þó til að komast upp aftur. Af 18 leikjum sumarsins unnust tólf, jafnteflin voru fimm, en aðeins eitt tap.
Meistaraflokkur kvenna mun spila í Bestu deildinni, efstu deild Íslandsmótsins á næsta sumri og ætlar sér þar stóra hluti. Liðið er að stórum hluta skipað heimastúlkum og þær aðkomu stúlkur, innlendar sem erlendar, sem með því hafa spilað, koma aftur og aftur og teljast eiginlega til heimastúlkna núorðið. Þetta er til marks um þann góða anda sem ríkir í liðinu og þar slær Tindastólshjartað sem aldrei fyrr.

Ungmennafélagið Tindastóll Körfuknattleiksdeild – Meistaraflokkur karla
Lið meistaraflokks karla í körfubolta náði sínum besta árangri tímabilið 2021-2022, þegar liðið spilaði til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í magnaðri úrslitaseríu þar sem oddaleik þurfti til að knýja fram úrslitin. Tímabilið einkenndist af miklum ólgusjó, bæði miklum mótbyr en líka magnaðri samstöðu og ótrúlega öflugri liðsheild sem náði bæði til liðs, þjálfara, sjálfboðaliða, stuðningsmannasveitar og ekki síst annarra áhorfenda. Óhætt er að segja að liðið hafi sem heild heillað landsmenn og eignast marga nýja aðdáendur um land allt.

Svo fór að lið meistaraflokks karla í körfunni var valið lið ársins 2022.

Þjálfari ársins

Tilnefndir til þjálfara ársins 2022 eru:

Annika Noack júdódeild Tindastóls
Annika hefur unnið þrekvirki með að byggja upp góðan æfingahóp sem vekur athygli á félaginu fyrir góða þátttöku á innanlandsmótum. Árangur iðkenda á mótum hefur verið ágætur þrátt fyrir að geta aðeins æft tvisvar í viku og eignaðist deildin meðal annars Íslandsmeistara á árinu.

Atli Freyr Rafnsson Golfklúbbi Skagafjarðar
Atli Freyr hefur séð um kennslu og þjálfun barna og unglinga hjá Golfklúbbi Skagafjarðar undafarin ár auk mun þess sinnir hann almennum félagsmönnum og nýliðum. Hann skipuleggur líka komur gestaþjálfara og starfar með þeim við þjálfun.

Ásta Margrét Einarsdóttir frjálsíþróttadeild Tindastóls
Ásta Margrét þjálfar 6-14 ára frjálsíþróttar iðkendur hjá Frjálsíþróttadeild UMF Tindastól. Ásta fylgir þeim sem hún þjálfar vel eftir á mótum, sem og á æfingum, henni er annt um velferð þeirra jafnt utan vallar sem innan.

Baldur Þór Ragnarsson, Helgi Freyr Margeirsson og Svavar Atli Birgisson körfuknattleiksdeild Tindastóls
Þetta öfluga þríeyki stýrðu liði meistaraflokks karla í körfubolta í gegnum fordæmalausa tíma, mikinn mótbyr en líka magnaða samstöðu og skrifuðu nýjan kafla í skagfirska körfuboltasögu. Liðið náði undir þeirra stjórn besta árangri sem Tindastóll hefur náð.

Halldór Jón Sigurðsson knattspyrnudeild Tindastóls
Donni er yfirþjálfari beggja meistaraflokkanna ásamt því að vera yfirmaður knattspyrnumála hjá deildinni. Í því felst að leggja línur fyrir þjálfun og leiki félagsins allt frá yngstu flokkum upp í meistaraflokka þannig að allir rói í sömu átt og samfella sé í uppbyggingu starfsins. Donni hefur metnað fyrir sína hönd og félagsins og annað markmið hans fyrir tímabilið, að koma stelpunum upp tókst með glans.

Helgi Jóhannesson badmintondeild Tindastóls
Helgi er aðalhvatamaður og frumkvöðull að stofnun Badmintondeildar Tindastóls og er yfirþjálfari þar auk þess að vera aðallandsliðþjálfari Íslands í badminton undanfarin ár. Undanfarin ár sat hann í afreks- og landsliðsnefnd Badmintonsambands Íslands og í stjórn sambandsins en vék úr stjórn til að taka við landsliðsþjálfarastarfinu.

Jóhanna Heiða Friðriksdóttir Hestamannafélaginu Skagfirðingi
Jóhanna Heiða heldur úti öflugu starfi fyrir börn og unglinga fram í firði. Hún er lærður reiðkennari frá Hólaskóla. Kennt er í Varmalæk strax eftir skóla alla virka daga og eru mörg börnin eru svo heppin að geta nýtt skólabílinn frá Varmahlíð til að komast í tíma. Hestar og reiðtygi eru á staðnum. Aðsókn var góð í vetur og mættu 30 börn frá 4 til 15 ára einu eða tvisvar sinnum í viku.

Það var þríeykið Baldur Þór, Helgi Freyr og Svavar Atli, sem fékk sæmdarheitið þjálfari ársins 2022.

Íþróttamaður ársins

Eftirtaldir voru tilnefndir til Íþróttamanns Skagafjarðar 2022:

Anna Karen Hjartardóttir kylfingur
Anna Karen varð klúbbmeistari þriðja árið í röð, á árlegu fjögurra daga Meistaramóti golfklúbbsins. Hún deildi jafnframt Norðurlandsmeistaratitli í flokki 17-18 ára. Anna Karen er mikilvægur liðsmaður í kvennasveit GSS sem hefur síðustu fimm ár spilað í gríðarsterkri efstu deild kvenna á Íslandsmóti golfklúbba. Sveitin tryggði sér í sumar áframhaldandi sæti í efstu deild.

Guðmar Freyr Magnússon hestamaður
Árið 2022 var fyrsta keppnisár Guðmars Freys Magnússonar í meistaraflokki en Guðmar var útnefndur knapi ársins hjá Hestamannafélaginu Skagfirðingi 2022. Hann átti góðu gengi að fagna á keppnisvellinum en einnig var hann tilnefndur til íþrótta -og gæðingaknapa ársins. Hann náði góðum árangri í Meistaradeild KS þar sem hann hlaut 3. sæti í tölti, 5. sæti í flugskeiði, 2. sæti í gæðingaskeiði og reið tvenn B-úrslit ásamt því að vera í fimmta sæti í einstaklings stigakeppni. Hann náði mjög góðum árangri á Íslandsmóti á Hellu í sumar en meðal annars varð hann í 2-3. sæti í gæðingaskeiði og B-úrslitum í fimmgangi. Á Landsmóti Hestamanna reið hann til B-úrslita í A-flokki. Einnig náði hann góðum árangri á WR Hólamóti UMSS og Skagfirðings, endaði meðal annars í 2. sæti í fimmgangi og tölti, 4. sæti í flugskeiði og 150m skeiði. Hans helstu keppnishross í ár voru Rosi frá Berglandi 1, Vinátta frá Árgerði og Brimar frá Varmadal.

Ísak Óli Traustason frjálsíþróttamaður
Ísak Óli Traustason varð Íslandsmeistari fjórða árið í röð í sjöþraut karla innanhúss en Íslandsmeistaratitlar ársins eru sjöþraut karla innanhúss, 60 m grind innanhúss og hástökk innanhúss. Ísak Óli keppti fyrir hönd Íslands á Nordic Championships in Combinded Events Seinajoki, Finnland. Ísak Óli hefur æft frjálsar íþróttir frá unga aldri og stundað sína íþrótt af kappi, síðustu ár.

Jónas Aron Ólafsson knattspyrnumaður
Jónas Aron átti glæsilegt sumar fyrir Tindastól en þessi 23 ára leikmaður, sem hefur alla tíð spilað fyrir Tindastól, blómstraði í sumar í léttleikandi liði Stóla. Jónas gerði 14 mörk í 13 leikjum í riðlakeppninni ásamt því að leggja upp mörg mörk og hann var allt í öllu í leik liðsins bæði varnarlega og sóknarlega.

Jónas er ósérhlífinn og duglegur leikmaður sem leiðir með góðu fordæmi. Hann getur leyst margar stöður á vellinum og tekur hverju verkefni sem honum er falið af mikilli fagmennsku og leysir eftir bestu getu.

Pétur Rúnar Birgisson körfuknattleiksmaður
Pétur Rúnar Birgisson hefur stimplað sig rækilega inn sem einn af máttarstólpum liðs meistaraflokks karla í körfubolta. Þrátt fyrir að stundum blási á móti þá lætur Pétur aldrei deigan síga og er liðsfélögum sínum, yngri iðkendum og áhorfendum framúrskarandi fyrirmynd.

„Sekúndurnar tifa, mómentið til að deyja eða lifa“, segir í hinu vinsæla stuðningsmannalagi Tindastóls sem gefið var út á vordögum 2022. Allt Tindastólsfólk veit nákvæmlega hvaða móment þetta er, það var þegar Pétur Rúnar stal boltanum í innkasti, brunaði fram völlinn með andstæðinginn andandi ofan í hálsmálið á sér, lagði boltann snyrtilega ofan í körfuna rétt í þann mund sem leiktíminn rann út og tryggði Tindastól sigur í leiknum.

Þetta er eftirminnilegasta íþróttamóment ársins, ekki bara fyrir Tindastólsfólk eða körfuboltaáhugafólk heldur fyrir landsmenn alla.
Það þótti því við hæfi að útnefna Pétur Rúnar sem Íþróttamann Skagafjarðar en einnig var hann kjörinn Íþróttamaður Tindastóls 2022 og fór sú athöfn einnig fram á þessu kvöldi og tók hann við viðurkenningu þess efnis úr höndum Guðlaugs Skúlasonar, formanns Tindastóls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir