Íbúafundur í Húnaþingi vestra vegna opnunartíma leikskóla og frístundar
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
12.02.2025
kl. 09.43
Stytting vinnuvikunnar hjá starfsfólki Húnaþings vestra, sem tók gildi 1. nóvember á síðasta ári og þýðir að full vinnuvika er 36 stundir, veldur mönnunarvanda m.a. í leikskóla og frístund sveitarfélagsins. Af þessu tilefni boðar sveitarfélagið til íbúafundar þriðjudaginn 18. febrúar.
Ákveðið hefur verið að kanna hug atvinnurekenda, íbúa og foreldra til þeirrar tillögu að leikskóli og frístund loki, til dæmis klukkan 14 á föstudögum og/eða að hver dagur verði styttur um 30 mínútur. Einnig á að kalla eftir öðrum tillögum.
Upplýsingar um íbúafundinn má sjá hér >
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.