Fréttir

Aðgerðir hafnar á Syðri-Urriðaá

Ríkisútvarpið sagði frá því í morgun að seint í gærkvöldi hafi tekist að finna urðunarstað fyrir fé sem skera á á bænum Syðri-Urriðaá í Miðfirði. Haft er eftir yfirdýralækni, Sigurborgu Daðadóttur, að aðgerðir séu hafnar á bænum og féð verði aflífað á Hvammstanga. Þar sem eina sorpbrennsla landsins stríðir við bilanir þá þurfti að finna önnur úrræði og niðurstaðan því sú að hræin verða urðuð.
Meira

Blíðuveðri spáð Sumardaginn fyrsta en svo snjóar pínu

Ef marka má spá Veðurstofunnar þá verða hlýindi og sumarveður til og með Sumardeginum fyrsta en í framhaldinu minnir veturinn aftur á sig með snjókomu og hita um frostmark. Vetrarveðrið verður þó væntanlega ekki komið til að vera þó hitastigin um helgina og fram í næstu viku verði töluvert færri en næstu daga.
Meira

Bændur vilja önnur úrræði í baráttunni við riðuna

RÚV segir frá því að bændur í Húnaþingi vestra vilji endurskoðun á reglugerð um riðuveiki. Eins og greint hefur verið frá á Feyki þá hefur riða greinst á tveimur bæjum í Miðfirði í Húnaþingi vestra en aflífa þurfti 700 kindur á Bergsstöðum og í dag átti að skera niður 720 kindur á Syðri-Urriðaá. Það var hinsvegar ólíklegt að það næðist vegna óvissu vegna förgunar á hræjunum. Fresta verður aflífun fram á sumar ef ekki tekst að leysa förgunarmál fyrir lok dags.
Meira

Konungur og drottning fuglanna við Vesturós Héraðsvatna

Vorkoman er alltaf fagnaðarefni eftir langan vetur og sálin léttist eftir því sem fleiri farfuglar tínast til landsins. Kunnuglegir vinir kroppa í svörðinn og mófuglar syngja. Svo eru það flækingarnir sem einnig gleðja. Það er nú vafasamt að telja erni og súlur til flækingsfugla en í Skagafirði er afar sjaldgæft að sjá þessa íslensku glæsifugla sem oft hafa verið nefnd konungur fuglanna og drottning Atlantshafsins.
Meira

Sjálfstraust leikmanna Tindastóls gleður Pavel hvað mest þessa dagana

Það fór ekki framhjá neinum að lið Tindastóls tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway-deildarinn um liðna helgi. Liðið gerði sér lítið fyrir og lagði Keflvíkinga í parket, vann þrjá leik meðan andstæðingarnir nældu í einn sigur. Það er gaman að fylgjast með Stólunum sem ná vel saman og stemningin í hópnum smitandi. Á bak við liðið er síðan öflugasti stuðningsmannahópur landsins og þótt víðar væri leitað. Feykir lagði örfáar spurningar fyrir þjálfara liðsins, Pavel Ermolinski.
Meira

Jákvæðu hliðarnar :: Áskorandapenni Anna Margrét Jónsdóttir Sölvabakka

Nú í vetur hef ég verið virkur þátttakandi í svokölluðum hundahittingum sem haldnir eru á sunnudagskvöldum í reiðhöllinni á Blönduósi. Bjarki á Breiðavaði heldur utan um þessar samkomur og vil ég koma á framfæri þakklæti fyrir það óeigingjarna starf sem hann innir af hendi.
Meira

Stólarnir tryggðu sér sæti í undanúrslitum með glæsibrag | UPPFÆRÐ FRÉTT

Lið Tindastóls gerði sér lítið fyrir í kvöld og tryggði sér sæti í undanúrslitum Subway-deildarinnar með öruggum sigri á bitlitlum Suðurnesjapiltum. Stólarnir höfðu betur í öllum leikhlutum leiksins og unnu átján stiga sigur að lokum en mest náðu strákarnir 24 stiga forystu. Það var aðeins í öðrum leikhluta sem gestirnir komust yfir en Stólarnir enduðu leikhlutann með glæsibrag og voru tíu stigum yfir í hálfleik. Lokatölur í leiknum voru 97-79.
Meira

Myndasyrpa frá opnun Fiskmarkaðar Sauðárkróks

Það var móttaka og opið hús í Fiskmarkaði Sauðárkróks sem opnaði í splunkunýjum og rúmgóðum húsakynnum á Sandeyrinni á Króknum í dag. Fjöldi manns sótti Fiskmarkaðinn heim en boðið var upp á ljúfa tóna og veitingar um leið og Skagfirðingar og gestir fögnuðu opnunni með eigendum.
Meira

Stórleikur í Síkinu korter yfir sex í dag

Það verður ekkert slen í boði í Síkinu í dag þegar Tindastóll og Keflavík mætast í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Stólana og með sigri í kvöld tryggja þeir sætið í fjögurra liða úrslitum. Keflvíkingar verða sennilega ekki á þeim buxunum að hleypa heimamönnum þangað fyrirhafnarlaust. Tindastólsmenn treysta á að stuðningsmenn fjölmenni og verði sem þeitta sjötti maður í Síkinu.
Meira

Fjögur verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrk

Í gær hlutu 28 verkefni styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal. Þrjú verkefni í Skagafirði hlutu styrk upp á samtals 23,8 milljónir króna og þá fékk fasi 2 við Spákonufellshöfða á Skagaströnd styrk upp á 11,4 milljónir króna.
Meira