Stórleikur í Síkinu korter yfir sex í dag

Arnar og Hörður Axel í baráttunni um síðustu helgi. MYND: DAVÍÐ MÁR
Arnar og Hörður Axel í baráttunni um síðustu helgi. MYND: DAVÍÐ MÁR

Það verður ekkert slen í boði í Síkinu í dag þegar Tindastóll og Keflavík mætast í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Stólana og með sigri í kvöld tryggja þeir sætið í fjögurra liða úrslitum. Keflvíkingar verða sennilega ekki á þeim buxunum að hleypa heimamönnum þangað fyrirhafnarlaust. Tindastólsmenn treysta á að stuðningsmenn fjölmenni og verði sem þeitta sjötti maður í Síkinu.

Líkt og um páskahelgina þá er búið að partýtjalda við Síkið og hefst stuðið um þrjúleytið í dag. Þar verður að vanda boðið upp á sprúðlandi hamborgara og gleði og Helgi Sæmundur er mættur til leiks og ætlar að koma öllum í gírinn fyrir leik. Síkið verður síðan opnað fyrir áhorfendum klukkan fimm.

Leikurinn hefst kl. 18:15. Lögreglan hvetur fólk að leggja bílnum heima og ganga í íþróttahúsið ef það á kost á því, m.a. svo viðbragðsaðilar eigi greiðan aðgang að Síkinu. Þá er fólk hvatt til að skemmta sér vel og fallega á leiknum og virða andstæðinginn á gólfinu og í stúkunni.

Áfram Tindastóll!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir