Blíðuveðri spáð Sumardaginn fyrsta en svo snjóar pínu

Vorið hefur ekki farið illa með íbúa á Norðurlandi vestra, veðrið alla jafna verið með ágætum og færð með besta móti. Þessi mynd var tekin frá Hofsósi í logni og 14 stiga hita um páskahelgina. MYND: ÓAB
Vorið hefur ekki farið illa með íbúa á Norðurlandi vestra, veðrið alla jafna verið með ágætum og færð með besta móti. Þessi mynd var tekin frá Hofsósi í logni og 14 stiga hita um páskahelgina. MYND: ÓAB

Ef marka má spá Veðurstofunnar þá verða hlýindi og sumarveður til og með Sumardeginum fyrsta en í framhaldinu minnir veturinn aftur á sig með snjókomu og hita um frostmark. Vetrarveðrið verður þó væntanlega ekki komið til að vera þó hitastigin um helgina og fram í næstu viku verði töluvert færri en næstu daga.

Hér á Norðurlandi vestra er reiknað með að næstu þrjá daga verði hitinn rokkandi frá um sex gráðum og upp í 14 samkvæmt spá Veðurstofunnar. Í dag, þriðjudag, má reikna með sunnanátt og talsverðri rigningu síðdegis, á morgun verður hitinn á svipuðu róli en talsvert minni væta víðast hvar. Á Sumardaginn fyrsta er gert ráð fyrir björtu veðri og allt að 14 stiga hita, suðvestan 4-10 metrum.

Á hádegi á föstudag er spáð hita við frostmark og lítils háttar snjókomu. Gert er ráð fyrir skaplegu veðri um helgina, nokkuð stilltu en hita á bilinu 2-5 gráður yfir daginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir