Fréttir

Sóldís með Júrótónleika í Blönduóskirkju í kvöld

Kvennakórinn Sóldís bregður undir sig betri fætinum í dag og heldur á Blönduós en þar mun kórinn, sem er að mestu skipaður skagfirskum söngfuglum með nokkrum húnvetnskum undantekningum, halda tónleika í Blönduóskirkju og hefjast þeir kl. 20. Um er að ræða stórskemmtilega dagskrá sem þær kalla Eitt lag enn – Eurovision glimmer og gleði, og er eðli málsins samkvæmt stútfull af Eurovision-lögum.
Meira

Strembin vika hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Síðasta vika hefur verið ansi erilsöm hjá Brunavörnum Skagafjarðar. Fyrst var allsherjarútkall í síðustu viku þegar farþegarúta valt út í Húsaeyjarkvísl en að sögn Svavars Atla Birgissonar, slökkviliðsstjóra, fór þar betur en á horfðist. Í gær og í dag hafa síðan kviknað eldar í Skagafirði; þrennir sinueldar í gær og gróðurhús brann til kaldra kola á Hofsósi í morgun.
Meira

Skagfirskur smellur kominn með yfir 100 milljón spilanir á Spotify

Það eru ekki margir íslenskir tónlistarmenn sem hafa náð þeim árangri að eiga lög á tónlistarveitum sem hafa náð yfir 100 milljón spilunum. Spotify er væntanlega sú veita sem flestir tónlistarunnendur leita í til að svala sínum tónlistarþorsta. Nú á dögunum gerðist það að skagfirski tónlistarmaðurinn Ouse komst í fámennan hóp þeirra Íslendinga sem eiga lag sem hlustað hefur verið á oftar en hundrað milljón sinnum á Spotify. Þetta er lagið Dead Eyez sem hann flutti ásamt kanadíska rapparanum Powfu og Promoting Sounds.
Meira

„Við komum reynslunni ríkari inn í deildina í ár,“ segir Bryndís Rut

Keppni í Bestu deild kvenna fer af stað í kvöld og á Króknum spilar lið Tindastóls fyrsta leikinn gegn liði Keflavíkur. Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Stólastúlkna, segist vera mjööög spennt fyrir tímabilinu þegar Feykir hafði samband. „Eiginlega of peppuð! Við komum reynslumeiri inn í deildina í ár og erum virkilega ánægðar að vera mættar aftur í efstu deild!“ Leikurinn hefst kl. 18:00 á gervigrasinu góða.
Meira

Sigfús Ingi getur farið að munda skófluna :: Sigurjón Þórðarson skrifar

Nýlega lagði ég fram fyrirspurn á Alþingi, um hver staða endurbóta og viðbyggingar við Safnahúsið á Sauðárkróki væri? Mér eins og öðrum Skagfirðingum var farið að lengja eftir efndum á viljayfirlýsingu, sem Lilja Dögg Alfreðsdóttir undirritaði fyrir um hálfum áratugi síðan, um menningarhús á Sauðárkróki.
Meira

Bráðabirgðaviðgerð þarf að fara fram á Hólmavík

Í gær dældi áhöfnin á varðskipinu Freyju olíu úr flutningaskipinu Wilson Skaw þar sem það er statt á Steingrímsfirði. Til stóð að draga skipið í slipp á Akureyri en eftir skoðun á vegum eigenda skipsins var ákveðið að draga skipið til Hólmavíkur, eftir að farmurinn hafi verið færður til, þar sem gerð yrði bráðabirgðaviðgerð og það gert klárt fyrir ferðalagið til Akureyrar.
Meira

Plokkað á Skagaströnd á sunnudaginn kemur

„Nú er vorið loksins komið og ýmislegt sem kemur undan vetri víðsvegar um bæinn,“ segir á vef Skagastrandar en sveitarfélagið stendur fyrir plokkdegi nú á sunnudag, þann 30. apríl. Þá eru bæjarbúar og fyrirtæki hvött til að skanna sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið.
Meira

Tindastólsmenn komnir með Njarðvíkinga í gólfið

Tindastóll og Njarðvík mættust í Síkinu í kvöld í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Stólarnir áttu frábæran leik í Ljónagryfjunni sl. fimmtudagskvöld og kjöldrógu heimamenn. Í kvöld spiluðu Njarðvíkingar talsvert mun betur og af meiri hörku en í leik eitt. Það dugði þeim þó ekki því Stólarnir gáfu ekkert eftir frá í fyrsta leik. Það fór því svo að Stólarnir unnu leikinn, 97-86, og hafa því náð 2-0 forystu í einvíginu.
Meira

Dýrið og Blíða er fyrsta verkefni Leikfélags Blönduóss í níu ár

„Dýrið og Blíða er fjölskylduleikrit frá 1951, byggt á ævintýrinu sígilda. Disney-myndin vinsæla byggir á sömu sögu en efnistökin eru nokkuð ólík. Höfundur verksins [Nicholas Stuart Gray] er eitt ástsælasta barnaleikskáld Breta og verkið er leiftrandi af breskum húmor. Ævintýrið er fallegt og aðeins sorglegt, smekkfullt af töfrum. Verkið hentar allri fjölskyldunni nema kannski allra yngstu börnunum,“ sagði Sigurður Líndal, leikstjóri, þegar Feykir spurði hann út í verkið sem Leikfélag Blönduóss frumsýnir laugardaginn 29. apríl. Í spjalli Feykis við Evu Guðbjartsdóttur, forynju félagsins, hvetur hún heimafólk til að mæta í leikhús. „Ykkar stuðningur skiptir menningarlíf samfélagins öllu máli, því án leikhúsgesta er ekkert leikhús.“
Meira

Njarðvíkingar koma á Krókinn í kvöld

Það er leikur í kvöld í Síkinu. Tindastóll fær þá lið Njarðvíkinga í heimsókn í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 19:15 en veislan byrjar klukkan 15:30. Þá verður partýtjaldið opnað sunnan Síkis en þar geta stuðningsmenn liðanna krækt sér í grillaða hammara og gos, alls konar varningur merktur Tindastóli verður til sölu og Helgi Sæmundur og gestir halda upp stuðinu.
Meira