Fréttir

Vá! Hvað getum við sagt? :: Himinn og jörð sló í gegn

Leikflokkur Húnaþings vestra lauk sýningum á söngleiknum Himinn og jörð sl. mánudag fyrir nánast fullu húsi en frumsýning fór fram þann 5. apríl við mikla hrifningu leikhúsgesta.
Meira

Þrjár heppnar fá nammivinning :: Páskakrossgáta Feykis

Met þátttaka var í páskakrossgátu Feykis að þessu sinni og allar lausnir réttar sem sendar voru inn. Þrjú nöfn voru dregin upp úr hattinum og fá þær heppnu sendan orkuríkan nammipakka með litla sem enga næringu.
Meira

Á tjaldsvæði heima í íbúðahverfi? - Guðlaug K. Pálsdóttir skrifar

Í nýju aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035, er verið að flytja tjaldstæði úr miðbæ Sauðárkróks inn á milli Sæmundarhlíðar og Sauðár. Í dag er þetta opið svæði, gönguleið sem börn og fullorðnir nota á hverjum degi þegar þeir fara í skóla eða vinnu. Þessi leið er örugg gönguleið fjarri umferð alla leið inn á lóð Árskóla og íþróttasvæði Tindastóls.
Meira

Landsmót kvæðamanna á Hvammstanga 21. – 23 apríl

Stemma – Landssamtök kvæðamanna halda landsmót á Hvammstanga 21. – 23. apríl næstkomandi. Kvæðamannafélögin Iðunn og Vatnsnesingur halda utan um mótið að þessu sinni. Aðildarfélög Stemmu eru Kvæðamannfélögin Iðunn í Reykjavík, Vatnsnesingur í Vestur-Húnavatnssýslu, Gefjun á Akureyri, Ríma í Fjallabyggð, Árgali í Árborg, Snorri í Reykholti, Gná í Skagafirði og Félag ljóðaunnenda á Austurlandi.
Meira

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps með tónleika í Miðgarði

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps blæs til vortónleika í Menningarhúsinu Miðgarði nk. mánudagskvöld kl. 20:30. „Ég hef verið að safna lögum og ljóðum eftir heimamenn og hef útsett það og höfum verið æfa hluta af því,“ segir Skarphéðinn Einarsson, stjórnandi kórsins.
Meira

Fjárfestahátíð fór fram út björtustu vonum

Annað árið í röð komu helstu fjárfestar landsins saman á Siglufirði undir lok marsmánaðar til fundar við frumkvöðla í orku-, auðlinda- og umhverfismálum. Fjárfestahátíð Norðanáttar fór fram þann 29. mars síðastliðinn og segja aðstandendur hátíðarinnar að vegna þess hversu vel tókst til fyrir ári síðan, hafi verið ákveðið að stækka hátíðina og höfða til frumkvöðla og fjárfesta hvaðan æva að landinu.
Meira

Karl Helgi Jónsson úr Pílufélagi Reykjavíkur sigraði í Páskamóti PKS

Pílukastfélag Skagafjarðar stóð fyrir Páskamóti þar sem úrslitin voru spiluð á Kaffi Krók þar sem frábær stemming skapaðist og vel mætt. Alls hófu 32 aðilar keppni í aðstöðu PKS fyrr um daginn. Sigurvegari varð Karl Helgi Jónsson úr Pílufélagi Reykjavíkur en hann sigraði Arnar Geir Hjartarson í úrslitaleik.
Meira

Íbúar í Steinsstaðahverfi og að Mælifelli athugið

Heitavatnslaust verður á morgun 12 apríl í Steinsstaðahverfi og að Mælifelli vegna tenginga í dælustöð. Lokað verður fyrir hitaveituna kl. 10 að morgni og mun lokunin vara fram eftir degi.
Meira

Af Jóni Péturssyni í Valadal og Stíganda frá Hofsstöðum

Hesturinn hefur fylgt manninum lengur en sögur ná til og verið notaðir til margra verka í gegnum tíðina. Ómissandi þóttu þeir sem vinnudýr og í hernaði gátu þeir ráðið úrslitum um hver færi með sigur af hólmi. Þeir voru notaðir sem reiðskjótar langt fram á síðustu öld en í dag eru þeir oftast haldnir fólki til afþreyingar og yndisauka þó ekki megi gleyma því að notkun þeirra í göngum og smalamennsku er enn gríðarlega mikilvæg. Þá er saga hestakeppna orðin ansi löng á Íslandi, allt frá skeiðkeppni Þóris dúfunefs og Arnar landshornaflakkara á Kili í árdaga landnáms, hestaati því sem sagt er frá í Íslendingasögum, til gæðingakeppna nútímans.
Meira

Stólarnir töpuðu naumlega fyrir Dalvík/Reyni í Mjólkurbikarnum

Tindastóll spilaði ekki bara körfuboltaleik sl. laugardag því fótboltastrákarnir skruppu yfir Öxnadalsheiðina og mættu sameinuðu liði Dalvíkur/Reynis á Dalvíkurvelli. Leikurinn var liður í 2. umferð Mjólkurbikars KSÍ. Heimamenn spila tveimur deildum ofar en Stólarnir, eru semsagt í 2. deildinni, en þeir lentu í brasi með gestina. Lokatölur voru þó 2-1 fyrir Dalvík/Reyni og sigurganga Tindastóls í bikarnum reyndist því stutt.
Meira