Fréttir

Mælifell :: Torskilin bæjarnöfn

Nafnið er frá landnámstíð, og það er nefnt í Landnámabók: „Vékell enn hamrammi hét maðr, er land nam ofan frá Giljá til Mælifellsár, ok bjó at Mælifelli“ (Landn., bls. 140). Og um Kráku-Hreiðar er þess getið, að „hann kaus at deyja í Mælifell“ (Landn., bls. 141). Af þessari frásögn er það ljóst, að hnjúkmyndaða fjallið, sem bærinn stendur undir, hefir öndverðu heitið Mælifell. Á seinni öldum hefir það fengið nafnið Mælifellshnjúkur, sem reyndar á betur við, og nú er það að öllum nefnt því nafni.
Meira

Blankiflúr gefur út lagið For You í samstarfi við Jerald Copp

Nýjasta lag Blankiflúr, For You, kom út í gær, föstudaginn 21. apríl. Lagið er samstarfsverkefni Blankiflúr og tónlistarmannsins/pródúsentsins Jerald Copp en þetta er annað lagið sem þau gefa út af væntanlegri EP plötu sem kemur út 25. maí næstkomandi.
Meira

Vorið er komið og grundirnar gróa

Síðustu daga vetrarins hefur verið hlýtt á Norðurlandi vestra og farfuglar streyma til landsins. Helsingjar, grágæsir, heiðagæsir og álftir eru áberandi á túnum, vötnum og tjörnum, segir á vef Náttúrustofu Norðurlands vestra. Lóur eru víða komnar í hópum og sandlóur og hrossagaukar allnokkrir mættir eins og má segja um stelkinn og jaðrakaninn sem fjölgar mikið þessa dagana.
Meira

Mig hefur alltaf langað til að verða bóndi :: Áskorandinn Ragnhildur Ásta Ragnarsdóttir Norðurhaga Húnabyggð

Þegar Jón Kristófer hafði samband og spurði mig hvort ég gæti tekið við áskoranda pennanum þá gat ég auðvitað ekki sagt nei, eins og vanalega þegar ég er spurð að einhverju. Ég hins vegar vissi ekkert hvað ég átti að skrifa um en lét til skara skríða.
Meira

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga

Sumardagurinn fyrsti á Hvammstanga var að þessu sinni í umsjón Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra. Venju samkvæmt var mætingin í Húnaþingi vestra með miklum ágætum en á þriðja hundruð manns mættu í skrúðgöngu, skemmtun og sumarkaffi.
Meira

Þetta ætti ekki að geta klikkað

Það styttist í Sæluviku og einn af forsæluréttunum í ár er Kántrýkvöld í Gránu á Sauðárkróki. Það eru engir aukvisar sem þar stíga á svið en sönginn annast Magni Ásgeirs, Malen og Sóla Áskelsdætur og Sigvaldi Gunnars og þau eru bökkuð upp af geggjuðu bandi skipað þeim Reyni Snæ, Gunnari Sigfúsi, Bergi Einari og Baldvin Snæ. „Þetta ætti ekki að geta klikkað og okkur þætti vænt um að sjá sem flesta!“ segir Sigvaldi í spjalli við Feyki.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga 2023

Enn á ný stendur Safnahús Skagfirðinga fyrir vísnakeppni í aðdraganda Sæluviku, en keppninni var komið á árið 1976. Reglurnar eru sem fyrr einfaldar og góðar; annars vegar að botna fyrirfram gefna fyrriparta og eða semja vísu um ákveðið málefni. Ekki er nauðsynlegt að botna allt og einnig er í lagi að senda bara inn vísu. Vísur og botnar verða að hafa borist Safnahúsi Skagfirðinga, Faxatorgi 550 Sauðárkróki í síðasta lagi miðvikudaginn 26. apríl nk.
Meira

Urðun í Miðfjarðarhólfi lauk í gær

Líkt og kom fram í Feyki sl. þriðjudag var riðusmitað fé aflífað á bænum Syðri-Urriðaá þann dag og í gær var loks hægt að urða eftir deilur um staðsetningu. Vísir.is hefur eftir Unni Valborgu Hilmarsdóttur, sveitarstjóra í Húnaþingi vestra, að það sé léttir að þessum kafla sé lokið þó enginn sé sáttur við urðun. Rúmlega 700 kindur voru aflífaðar en urða þurfti hræin þar sem brennsluofn sorpeyðingarfyrirtækisins Kölku var ekk tiltækur.
Meira

FNV veitt Byggðagleraugun 2023

Samtök sveitarfélaga á Norður­landi vestra, SSNV, veittu á dögunum Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Byggða­gleraugun 2023 fyrir framsækið og metnaðarfullt skólastarf. Katrín M. Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri SSNV afhenti Þorkeli V. Þorsteinssyni, aðstoðarskólameistara FNV, viðurkenninguna á 31. ársþingi SSNV þann 14. apríl síðastliðinn.
Meira

Wilson Skaw laus af strandstað

Varðskipið Freyja er með Flutningaskipið Wilson Skaw í togi en skipið er nú laust af strandstað á Húnaflóa. Á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sagði um hádegi á daga að áhöfn Freyju hafi þá stefnt í átt til Steingrímsfjarðar þar sem von var á betra sjólagi. Varðskipið kom dráttartaug yfir í flutningaskipið Wilson Skaw í morgun í kjölfar þess að vindur og ölduhæð á Húnaflóa fór vaxandi.
Meira