Mælifell :: Torskilin bæjarnöfn
feykir.is
Skagafjörður, Aðsendar greinar
23.04.2023
kl. 08.03
Nafnið er frá landnámstíð, og það er nefnt í Landnámabók: „Vékell enn hamrammi hét maðr, er land nam ofan frá Giljá til Mælifellsár, ok bjó at Mælifelli“ (Landn., bls. 140). Og um Kráku-Hreiðar er þess getið, að „hann kaus at deyja í Mælifell“ (Landn., bls. 141). Af þessari frásögn er það ljóst, að hnjúkmyndaða fjallið, sem bærinn stendur undir, hefir öndverðu heitið Mælifell. Á seinni öldum hefir það fengið nafnið Mælifellshnjúkur, sem reyndar á betur við, og nú er það að öllum nefnt því nafni.
Meira