Fréttir

Opið hús og sex íbúðir til sýnis þar sem gamli leikfimisalurinn var áður

Seinni áfangi nýbyggingar að Sæmundargötu 2b á Sauðárkróki, þar sem áður var Barnaskóli Sauðárkróks, er nú kominn í sölu. Um er að ræða sex glæsilegar tveggja og þriggja herbergja íbúðir með sér inngangi og fylgja íbúðunum ýmist svalir eða sérafnotareitur. Opið hús verður laugardaginn 22. apríl milli kl. 13 og 15 þar sem nýju íbúðirnar verða til sýnis.
Meira

Leshraðamælingar og Háskóli Íslands :: Eyjólfur Ármannsson skrifar

Freyja Birgisdóttir frá Háskóla Íslands, Kate Nation og Margaret Snowling frá Oxford-háskóla rituðu nýlega grein um lesfimipróf sem eins konar svar við grein minni Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu. Í grein minni minnist ég ekki einu orði á lesfimi eða lesfimipróf, sem Freyja, Kate og Margret eyða heilli grein í að fjalla um og á að vera svar við grein minni, þar sem ég minnist á leshraðamælingar.
Meira

Vinnusmiðja í tengslum við Tæknibrú

Í fréttatilkynningu frá 1238: Baráttan um Ísland segir að þann 18. apríl síðastliðinn var haldin vinnusmiðja á Sauðárkróki í tengslum við verkefnið Tæknibrú sem styrkt var af Sprotasjóði og unnið hefur verið að í allan vetur. Tæknibrú er samstarfsverkefni allra grunnskóla á Norðurlandi vestra, Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, FabLab smiðjunnar og Sýndarveruleika ehf, sem á og rekur sýninguna 1238 á Sauðárkróki.
Meira

Þetta var meira en einn sigur! – UPPFÆRT

Tindastólsmenn heimsóttu Ljónagryfju Njarðvíkinga í fyrsta leik í undanúrslitum Subway-deildarinnar í kvöld. Reiknað var með hörkuleik en sú varð ekki raunin. Stólarnir mættu til leiks með einhvern varnarleik sem var frá annarri vídd og heimamenn í Njarðvík komust aldrei inn í leikinn. Í spjalli á Stöð2Sport að leik loknum sagðist Pavel þjálfari hreinlega ekki hafa séð svona varnarleik hjá nokkru liði í langan tíma og þetta hafi í raun verið meira en einn sigur. Staðan í hálfleik var 25-50 og lokatölur 52-85.
Meira

Kirkjustígurinn lagfærður eftir veturinn

Þau eru alls konar vorverkin. Á Facebook-síðu verktakans Þ. Hansen mátti sjá nokkrar myndir frá einu verkefninu sem þeir voru að bardúsa við á Króknum nú í vikunni; nefnilega að breikka og bera ofan í Kirkjustíginn góða.
Meira

Leiðir skilja :: Leiðari Feykis

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að fjölmiðlar landsins berjast í bökkum í sí harðnandi rekstrarumhverfi. Veitist það mörgum erfitt og hafa þeir týnt tölunni síðustu misseri. Pappírsfjölmiðlar eru fáir og bjartsýnustu menn að verða svartsýnir á framtíð þeirra. Margt er tínt til þegar ástæðna er leitað og flest allt gott og gilt.
Meira

Gleðilegt sumar!

Sumardagurinn fyrsti er í dag og óskar Feykir lesendum gleðilegs sumars. Þessi ágæti dagur virðist ætla að bjóða upp á sumarveður í dag, hitinn á Norðurlandi vestra víðast hvar á bilinu 10-14 gráður, glampandi sól og suðvestanátt, samkvæmt spá Veðurstofunnar. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að fagna komu sumars með því að stökkva í stuttbuxur í tilefni dagsins. Þeir sem vilja halda daginn hátíðlegan gætu kíkt á Hvammstanga í dag en þar er að venju dagurinn tekinn með trompi.
Meira

Skemmtanastjórinn þarf að halda sér inni á vellinum

Einvígi Njarðvíkinga og Tindastóls í undanúrslitum Subway-deildarinnar hefst í Ljónagryfjunni í Njarðvík í kvöld og ekki laust við að fiðringur sé farinn að gera vart við sig hjá stuðningsmönnum Stólanna. Oft hafa væntingar verið miklar og eflaust hafa einhverjir lært það af reynslunni að spenna væntingabogann ekki of hátt. En lið Tindastóls hefur verið að spila vel, er með meistara Pavel í brúnni og sagt er að trúin flytji fjöll. Kannski er komið að Tindastóli? Feykir hafði samband við Brynjar Þór Björnsson, fyrrum leikmann Stólanna og margfaldan meistara úr Vesturbænum, og hann er bjartsýnn á gengi Tindastólsliðsins.
Meira

Kristín Sigurrós ráðin í starf forstöðumanns Héraðsbókasafns Skagfirðinga

Kristín Sigurrós Einarsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns Héraðsbókasafns Skagfirðinga en hún tekur við starfinu af Þórdísi Friðbjörnsdóttur sem mun láta af starfi forstöðumanns í sumar. Í frétt á vef Skagafjarðar kemur fram að starf forstöðumanns felur í sér allt sem viðkemur starfsemi bókasafns svo sem rekstur, mannaforráð, gerð fjárhagsáætlana, innkaup, grisjun, stjórnun, skipulag safnkennslu, umsýslu og fleira. Forstöðumaður kemur fram fyrir hönd safnsins og sér um kynningarmál þess, skipuleggur þjónustu safnsins og leiðir faglega starfsemi þess.
Meira

Sex fluttir með sjúkrabílum til Akureyrar eftir að rúta valt út í Svartá

Rúta með fimmtán manns innanborðs valt út í Svartá við Saurbæ í gamla Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði um hálf þrjú í dag. Mbl.is hefur eftir Svavari Atla Birgissyni, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar, að enginn sé í lífshættu en nokkrir munu þó vera alvarlega slasaðir.
Meira