Kirkjustígurinn lagfærður eftir veturinn

Vinnuvélar á fullu við efri beygjuna á Kirkjustígnum. MYND AF FB-SÍÐU Þ. HANSEN
Vinnuvélar á fullu við efri beygjuna á Kirkjustígnum. MYND AF FB-SÍÐU Þ. HANSEN

Þau eru alls konar vorverkin. Á Facebook-síðu verktakans Þ. Hansen mátti sjá nokkrar myndir frá einu verkefninu sem þeir voru að bardúsa við á Króknum nú í vikunni; nefnilega að breikka og bera ofan í Kirkjustíginn góða.

Það má segja að Kirkjustígurinn sé eitt af kennileitum Króksins, upplýstur og fínn utan í Nöfunum og vinsæl gönguleið – enda útsýnið frábært yfir gamla bæinn og höfnina.

Hér má sjá  fleiri myndir  frá framkvæmdinni >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir