Opið hús og sex íbúðir til sýnis þar sem gamli leikfimisalurinn var áður
Seinni áfangi nýbyggingar að Sæmundargötu 2b á Sauðárkróki, þar sem áður var Barnaskóli Sauðárkróks, er nú kominn í sölu. Um er að ræða sex glæsilegar tveggja og þriggja herbergja íbúðir með sér inngangi og fylgja íbúðunum ýmist svalir eða sérafnotareitur. Opið hús verður laugardaginn 22. apríl milli kl. 13 og 15 þar sem nýju íbúðirnar verða til sýnis.
Allar íbúðirnar skilast fullbúnar með gólfefnum og með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Sérmerkt bílastæði er fyrir hverja íbúð ásamt því að komið hefur verið fyrir hleðslustöð fyrir rafbíla. Verkefnið er unnið af Friðriki Jónssyni ehf., sem lagt hefur mikinn metnað í fagleg vinnubrögð, gott efnisval og vandaðan frágang. Söluaðilar eru Júlíus Jóhannsson og Monika Hjálmtýsdóttir, fasteignasalar hjá Landmark fasteignamiðlun.
Á reitnum stóð áður skóla- og leikfimisalur við Barnaskólann á Sauðárkróki. Skólahúsið var endurbyggt og útbúnar sjö íbúðir að Sæmundargötu 2a sem seldar voru síðastliðið sumar. Leikfimisalurinn gamli sem áður stóð var rifinn og nýtt hús byggt í þeim hluta að Sæmundargötu 2b með sex íbúðum sem nú eru til sölu.
Sem fyrr segir verður opið hús að Sæmundargötu 2b þann 22. apríl milli kl. 13 og 15. Þá verða allar sex íbúðirnar til sýnis, þar á meðal tvær sýningaríbúðir sem mublaðar hafa verið upp.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.