Sex fluttir með sjúkrabílum til Akureyrar eftir að rúta valt út í Svartá

SKJÁSKOT AF JÁ .IS
SKJÁSKOT AF JÁ .IS

Rúta með fimmtán manns innanborðs valt út í Svartá við Saurbæ í gamla Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði um hálf þrjú í dag. Mbl.is hefur eftir Svavari Atla Birgissyni, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Skagafjarðar, að enginn sé í lífshættu en nokkrir munu þó vera alvarlega slasaðir.

Þegar slökkviliðið kom á vettvang voru allir komnir út úr rútunni en hún lá á hliðinni ofan í ánni og aðstæður því erfiðar. Í frétt Mbl.is segir að al­manna­varnaviðbragð á svæðinu hafi verið virkjað, fjölda­hjálp­ar­stöð opnuð, björg­un­ar­sveit­ir, lög­regla og sjúkra­flutn­ing­ar kallaðir til. 

Aðgerðirn­ar ganga vel að sögn Svavars og verið sé að taka far­ang­ur og allt dót úr rútunni en síðar verði unnið úr því að rétta rút­una við og koma henni úr ánni. Hann býst við því að aðgerðir muni standa fram eft­ir degi.

Rúv.is hefur eftir Höskuldi B. Erlingssyni, aðalvarðstjóra Lögreglunnar á Norðurlandi vestra, að sex farþegar voru fluttir með sjúkrabílum til Akureyrar þar sem hlúð verður að þeim, hinum níu sem voru í rútunni verður ekið til Akureyrar með björgunarsveitarbílum.

Heimild: Mbl.is og Rúv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir