Fréttir

Vera Silfrastaðakirkju í útbænum á Króknum útskýrð

Sumum kemur það örugglega spánskt fyrir sjónir að sjá frekar óhrjálega kirkju standa afgirta norðan við Verslun Haraldar Júl í útbænum á Króknum. Heimafólk þekkir hvað til stendur en margur ferðamaðurinn klórar sér kannski í kollinum. Það þótti því við hæfi að setja upp skilti utan á vinnuskúrinn sem byggður hefur verið utan um Silfrastaðakirkju, sem er í viðgerð á Trésmiðjunni Ýr, þar sem saga kirkjunnar er sögð í máli og myndum.
Meira

Skýjaþjónusta IBM til liðs við Borealis Data Center

Húnahornið segir frá því að Borealis Data Center, sem rekur gagnaver á Blönduósi, Reykjanesi og í Reykjavík, hefur gert samning við IBM Cloud um að hýsa hluta skýjaþjónustu IBM á Íslandi. „Það gerir viðskiptavinum fyrirtækjanna kleift að bjóða viðskiptavinum sínum aðgang að grænni skýjaþjónustu hér á landi, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Markmiðið með samningnum er að finna sjálfbæra leið fyrir alþjóðlegt fyrirtæki sem vill lækka kolefnisspor sitt með því að veita umhverfisvæna skýjaþjónustu,“ segir í fréttinni.
Meira

Rostungurinn mættur í þriðja skiptið

Það verður að teljast líklegt að einn nýbúi á Króknum fái óskipta athygli gesta skemmtiferðaskipsins Azamara Journey. Það hefur ekki farið framhjá mörgum að rostungur hafi gert sig heimakominn í smábátahöfninni á Sauðárkróki síðustu daga. Tvívegis hafði hann heimsótt höfnina, fyrst sl. fimmtudagskvöld og dvaldi í um tvo daga og síðan mætti hann á ný á mánudagskvöldið og lá þá á grjótgarði í smábátahöfninni. Hann dvaldi ekki jafn lengi þar enda kannski ekki eins þægilegur staður. Skömmu áður en skemmtiferðaskipið lagðist að bryggja í morgun skreið rostungurinn upp á flotbryggjuna og kom sér vel fyrir enn á ný.
Meira

Azamara Journey kemur til hafnar á Króknum

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins var að leggja að bryggju á Sauðárkróki nú um tíuleytið í morgun í norðlenskri þoku og norðan sex metrum. Hitinn sem gestum er boðið upp á að þessu sinni eru kaldar átta gráður en von er á fleiri hitastigum og sólskini upp úr hádegi þannig að vonandi er allt gott sem endar vel. Að þessu sinni er það Azamara Journey sem kemur í höfnen skipið getur hýst á sjöunda hundruð farþega.
Meira

Besta liðið í Bestu deildinni gaf engin grið

Stólastúlkur hafa ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum gegn liði Breiðabliks í gegnum tíðina. Liðin hafa svo sem ekki mæst oft enda Blikar jafnan verið með eitt sterkasta liðið í efstu deild kvennaboltans en það er fyrst nú síðustu árin sem lið Tindastóls hefur náð þeim eftirtektarverða árangri að spila með þeim bestu. Stólastúlkur heimsóttu Blikaliðið í Kópavog nú á þriðjudagskvöldið og því miður reyndust heimastúlkur númeri of stórar fyrir okkar stúlkur sem máttu sætta sig við 4-0 tap.
Meira

Eldur kom upp í fjölbýlishúsi á Sauðárkróki í kvöld

Brunavarnir Skagafjarðar greindu frá því nú í kvöld að eldur hafi komið upp í fjölbýlishúsi á Sauðárkróki. 
Meira

Feðginin Þórarinn og Þórgunnur bæði með silfur í fimmgangi F1 á Íslandsmóti

Íslandsmót fullorðinna- og ungmenna í hestaíþróttum fór fram sl. helgi á Selfossi. Knapar frá Norðurlandi vestra voru sem áður áberandi.
Meira

Olga Vocal Ensemble á Hótel Blönduósi laugardaginn 8. júlí kl. 21:00

Í ár fagnar Olga Vocal Ensemble 10 ára starfsafmæli og af því tilefni ætlar hópurinn að halda tónleika víðs vegar um Ísland.
Meira

Skagfirðingasveit býður upp á útsýnisferðir upp á Tindastól

„Hefur þig alltaf dreymt um að standa á toppi Tindastóls og fá gott útsýni yfir fjörðinn okkar fallega?“ spyr Björgunarsveitin Skagfirðingasveit. Sá draumur getur nú ræst því sunnudaginn 23. júlí nk. mun Björgunarsveitin bjóða upp á ferðir frá bílastæði við skíðalyftuna og upp að mastri.
Meira

Endurheimt Brimnesskóga í Skagafirði

Hópur ungmenna frá Blöndustöð Landsvirkjunar gróðursetti nýlega á níunda hundrað pottaræktaðar birkiplöntur á ræktunarsvæði Brimnesskóga, félags í grennd við ána Kolku í Skagafirði. En þar hefur félagið til afnota um 23 ha lands sem er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Tilgangur félagsins er að endurheimta hina fornu Brimnesskóga og að miðla fræðslu um verkefnið. Við endurheimt Brimnesskóga er eingöngu gróðursett birki, reynir og gulvíðir sem á uppruna í Skagafirði og hefur vaxið þar frá örófi alda.
Meira