Fréttir

Tvö verkefni hlutu styrk úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra þann 26. júní sl. var úthlutað úr Atvinnu- og nýsköpunarsjóði Húnaþings vestra. Þetta er í tíunda sinn sem úthlutað er úr sjóðnum og hlutu tvö verkefni styrk að þessu sinni.
Meira

Félagsleikar Fljótamanna um næstu helgi

Félagsleikar Fljótamanna verða haldnir þriðja sinni dagana 14. til 16. júlí 2023. Um er að ræða samveruhátíð íbúa og hollvina Fljóta, sannkölluð hæglætishátíð. Hátíðin fer fram í félagsheimilinu á Ketilsási og víða í Fljótum.
Meira

Auglýst eftir þátttakendum í verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður

Hluti af aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er verkefnið Loftslagsvænn landbúnaður. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka kolefnisbindingu.
Meira

Eyjólfur Ármannsson sem skrifar: Mannréttindi eiga að vera í forgangi

Vandræðagangurinn á matvælaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, virðist ómælanlegur þegar litið er til stjórn hennar á sameiginlegri fiskveiðiauðlind landsmanna. Frumvörp hennar um stjórn fiskveiða hafa annað hvort miðað að því að færa fleiri nytjategundir inn í gjafakvótakerfið á borð við grásleppuna eða hleypa togskipum með óheftu vélarafli upp í fjöru.
Meira

Naumt tap gegn FH í jöfnum leik

Lið Tindastóls skellti sér í Hafnarfjörðinn í dag þar sem FH-stúlkur biðu þeirra í Kaplakrika. Meiðsli og veikindi hrjáðu gestaliðið sem engu að síður barðist af hörku og hefði mögulega geta nælt í stig. Tap reyndist hinsvegar útkoman þegar upp var staðið en FH gerði eina mark leiksins í uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Meira

Tindastóll í Evrópukeppni

Í tilkynningu sem körfuknattleiksdeild Tindastóls sendi frá sér í dag kemur fram að karlalið félagsins muni taka þátt í Evrópukeppni á komandi tímabili. Liðið hefur verið skráð til keppni í FIBA Europe Cup þar sem eigast við lið hvaðanæva að úr Evrópu.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar í bullandi toppbaráttu að lokinni fyrri umferð

Það var toppbaráttuslagur í 3. deildinni í gær þegar leikmenn Kormáks/Hvatar sóttu lið Augnabliks heim í Fífuna í Kópavogi. Fyrir leikinn var lið Húnvetninga í öðru sæti deildarinnar en heimamenn í því fjórða. Það fór svo að Augnablik hafði betur, 2-1, og nú þegar keppni í 3. deildinni er hálfnuð þá er Kormákur/Hvöt í fjórða sæti með 20 stig, Augnablik í þriðja með 21, Víðir í öðru sæti með 22 stig og á toppnum er lið Reynis Sandgerði með 25 stig.
Meira

Prjónaðar jólakúlur og pínulitlar lopapeysur fyrir lyklakippur

Rikke Busk býr á Reykjum 2 í Lýtingsstaðahreppi með manninum sínum, Friðriki Smára Stefánssyni, og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn.
Meira

Nokkrar smellnar myndir frá rostungsheimsókn hinni þriðju

Það þarf ekkert að tvínóna við að fullyrða að athyglisverðasti gesturinn í Skagafirði síðustu vikuna hafi verið rostungurinn sem prílað hefur upp á flotbryggju og grjótgarð í smábátahöfninni á Sauðárkróki. Ekki er annað að sjá en að hann hafi notið athyglinnar enda áhorfendur haldið sig í fjarlægð. Feykir fékk góðfúslegt leyfi hjá Róbert Daníel Jónssyni ljósmyndara til að birta nokkrar magnaðar myndir af dýrinu.
Meira

Sumir koma um langan veg í Héðinsminni til að gæða sér á pönnukökum

Það er margt um vera í Félagsheimilinu Héðinsminni í Blönduhlíð, sem er nú nýtt á nýstárlegan hátt með nýjum áherslum. Auður Herdís Sigurðardóttir er rekstraraðili Héðinsminnis, en hún rak lengi vel föndurbúðina Kompuna á Sauðárkróki og Áskaffi í Glaumbæ.
Meira