Flemming Pútt á Hvammstanga
feykir.is
Skagafjörður
03.08.2023
kl. 11.02
Hið vinsæla púttmót sem Flemming Jessen fyrrverandi skólastjóri hefur haldið árlega á Hvammstanga síðan 2011 var haldið á púttvellinum á Hvammstanga 28. júlí sl.
Þátttakendur voru alls 40 og léku þeir 36 holur. Flemming sá að vanda um framkvæmd mótsins og stjórn og lagði til verðlaun og veitingar. Þátttakendur voru glaðir í bragði í norðanáttinni enda talsvert skjól sunnan undir vegg á heilsugæslustöðinni.
Úrslit urðu sem hér segir:
Stúlkur
- Ásta Sigríður Egilsdóttir Reykjavík 81 högg
- Hildur Sara Björnsdóttir Reykjavík 83 högg
Drengir
- Sigurður Páll Guðnýjarson Reykjavík 71 högg
- Gunnar Erik Guðmundsson Kópavogi 75 högg
- Haukur Darri Björnsson Reykjavík 81 högg
Konur
- Guðrún Helga Andrésdóttir Borgarbyggð 68 högg
- Erna Valdís Ívarsdóttir Reykjavík 70 högg
- Rannveig Finnsdóttir Borgarbyggð 73 högg
Karlar
- Þórhallur Teitsson Borgarbyggð 71 högg
- Ingimundur Ingimundarson Borgarbyggð 72 högg
- Marteinn Reimarsson Húnaþingi vestra 73 högg
- Guðmundur Bachmann Borgarbyggð 73 högg
/Fréttatilkynning
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.