Hægt að hlaða 14 rafbíla í einu á Króknum um helgina

Hleðslustöðvarnar á Tjaldsvæðinu. Mynd: UMFÍ
Hleðslustöðvarnar á Tjaldsvæðinu. Mynd: UMFÍ

Settar hafa verið upp hleðslustöðvar á Sauðárkróki í samstarfi við HS Orku sérstaklega vegna Unglingalandsmótsins og munu þær verða á tjaldsvæðinu fram að sumarlokum þegar þær verða að öllum líkindum fluttar niður í bæinn.  

Til þessa hefur verið skortur á hleðslustöðvum á Sauðárkróki en nú geta gestir Unglingalandsmóts UMFÍ og aðrir hlaðið allt að fjórtán rafbíla í einu á tjaldsvæðinu á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Hæghleðslustöðvar eru fyrir átta bíla og og hraðhleðslustöðvar fyrir sex rafbíla.  

„Fólk getur farið á tjaldstæði Unglingalandsmótsins strax í dag og byrjað að hlaða rafbílana sína. Þau þurfa aðeins viðeigandi millistykki og hala niður réttu appi. Rafbílaeigendur þekkja þetta,“ segir Gunnar Þór Gestsson, formaður Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS), í samtali við UMFÍ.

Gunnar Þór segir hleðslustöðvarnar afar öflugar og geta þjónustað hundruð rafbíla vandræðalaust.

Rafbílaeigendur þurfa aðeins að hala niður e1-appinu sem opnar fyrir aðgang að hleðslum og tengja það við greiðslukort viðkomandi. Appið veitir líka rafbílaeigendum upplýsingar um það hvar hleðslustöðvar eru staðsettar í netinu, veitir notanda almennar upplýsingar um notkun, kostnað, fjölda kílóvattsstunda hverju sinni og fleira.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir