Fréttir

Minningartónleikar um Skúla Einarsson

Minningartónleikar um Skúla Einarsson, bónda og tónlistarmann, sem féll frá í nóvember 2021 eftir langar og stranga baráttu við krabbamein. Til að heiðra minningu hans verða haldnir minningartónleikar þanni 21.október 2023 í Félagsheimilinu á Hvammstanga sem byrja klukkan 20:00.
Meira

SSNV leitar að liðsfélaga

Á vef SSNV kemur fram að þau eru að leita að öflugum, framsýnum og markaðsþenkjandi verkefnastjóra til að styrkja við framþróun í menningar-, atvinnu-,og markaðsmálum landshlutasamtakanna. Þau leita að einstakling sem er tilbúinn til að vinna með þeim að eflingu svæðisins og taka þátt í spennandi vegferð og uppbyggingu. 
Meira

Heilsudagar í Húnabyggð

Inn á vef Húnabyggðar segir frá íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Markmiðið með íþróttavikunni er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.
Meira

Nemendur í Varmahlíð galdra fram útilistaverk

Nú eruskólarnir komnir á full og alltaf eitthvað gaman í gangi. Margt áhugavert og skondið má finna á heimasíðum skólanna og á síðu Varmahlíðarskóla má lesa um að nemendur fengu það verkefni á dögunum að búa til listaverk úr því hráefni sem náttúran gefur af sér, t.d. með steinum, greinum, könglum, grasi og ýmsu fleiru.
Meira

Minning : Stefán Pedersen

Stefán Pedersen heiðursfélagi GSS lést 9. september og var borinn til grafar í dag, 21. september.
Meira

„Þetta er vítamínsprauta,“ segir Pétur Ara

„Þrátt fyrir að þetta sé geggjaður árangur þá væri sennilega of djúpt í árina tekið að setja þetta sem mesta íþróttaafrek Húnvetninga. Hvöt hefur áður verið í þriðju efstu deild, þannig að þetta er jöfnun hvað varðar knattspyrnu og bara frábært. Við eigum síðan endalaust mikið af afreksfólki í gegnum tíðina t.d. í frjálsum og fleiru,“ segir Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, aðspurður um afrek Kormáks/Hvatar að sigla fullri ferð upp í 2. deild.
Meira

Vilja að höfuðstöðvar RARIK verði á landsbyggðinni

Húnahornið segir frá því að fimm þingmenn Framsóknarflokksins og þrír þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um flutning höfuðstöðva RARIK ohf. á landsbyggðina. Vilja þau að Alþingi feli fjármála- og efnahagsráðherra að stefna að flutningi höfuðstöðvanna og að hann kanni á grundvelli hagsmuna félagsins hvar væri hentugast að byggja upp höfuðstöðvarnar og efla starfsstöðvar RARIK um landið. Þingsályktunartillagan hefur tvisvar áður verið lögð frá, á 151. löggjafarþingi og því 153.
Meira

Meistari meistaranna

Nú verður hitað upp fyrir veturinn með körfuboltaveislu í Síkinu sunnudaginn 24.september, þegar Íslandsmeistararnir í Tindastól bjóða bikarmeistarana í Val í heimsókn og spila um titilinn Meistari meistaranna. Dómarar verða væntanlega mættir með nýja samninga uppá vasann til að blása flautur 19:15. Hamborgararnir, Tindastólsvarningurinn og árskortin verða til sölu á staðnum.
Meira

Kvennaliði Tindastóls spáð fimmta sæti

Nú í hádeginu var birt spá formanna, þjálfara og fyrirliða liðanna í 1. deild kvenna í körfubolta. Þar er liði Tindastóls spáð fimmta sætinu en alls eru það átta lið sem taka þátt í 1. deildinni. Í Subway-deild kvenna var liði Keflavíkur spáð sigri í deildinni af báðum aðilum; sams konar hópi og spáði í 1. deildina og síðan fjölmiðlamenn.
Meira

Tilefni til frekari rannsókna á Hóli

„Það er ekki á hverjum degi sem maður fær símtal um að mannabein hafi komið í ljós við framkvæmdir þótt vissulega gerist það annað slagið. Það kom því verulega á óvart þegar starfsmenn RARIK tilkynntu um fund mannabeina á Hóli í Sæmundarhlíð,“ segir Guðmundur Stefán Sigurðarson, minjavörður Norðurlands vestra, þegar Feykir innir hann eftir beinafundi við bæinn Hól í Sæmundarhlíð sem Feykir.is sagði fyrst frá í ágúst. Guðmundur segir að beinin hafi fundist í grunnum skurði þegar verið var að leggja nýja heimtaug að bænum.
Meira