Fréttir

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2024. Hægt er að sækja um atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyki, verkefnastyrki á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrki á menningarsviði.
Meira

Tekið til á Hvammstanga

Á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra er sagt frá því að fyrsti sameiginlegi Umhverfisdagur leik-, grunn- og tónlistarskóla var haldinn sl. miðvikudag. Áherslur þessa fyrsta dags var hreinsun á Hvammstanga og má með sanni segja að það hafi gengið vonum framar því á um klukkustund tókst nemendum og starfsfólki að plokka saman 50 kíló af rusli.
Meira

Valsmenn meistarar meistaranna

Körfuboltatímabilið fór formlega af stað í gærkvöld þegar Íslandsmeistarar Tindastóls tóku á móti bikarmeisturum Vals í leiknum Meistarar meistaranna. Leikurinn var ansi fjörugur en á löngum köflum voru heimamenn ansi villtir í sínum leik. Gestirnir náðu yfirhöndinni í öðrum leikhluta og Stólarnir náðu aldrei í skottið á þeim eftir það. Það fór því svo að Valsmenn unnu fjórða leikinn í Síkinu í röð, að þessu sinni 72-80, og kannski er þetta bara orðið nóg í bili.
Meira

Burt með sjálftöku og spillingu : Sigurjón Þórðarson skrifar

Flokkur fólksins er með í mótun almennar framsæknar breytingar á úthlutunarreglum um sértæka byggðakvóta Byggðastofnunar. Tillögurnar munu setja fólkið í sjávarbyggðunum í fyrsta sæti og verða vítamínsprauta til að efla frumkvæði heimamanna. Við viljum aftengja þá undarlegu kröfu að forsenda samnings um úthlutun á veiðiheimildum sé aðkoma sykurpabba sem tilheyra kvótaaðlinum.
Meira

Erfið lokahelgi frábærs tímabils hjá stelpunum

Norðvesturúrvalið í 3. og 2. flokki (Tindastóll, Hvöt, Kormákur og Fram) spilaði síðustu leiki sína þetta sumarið nú um helgina. Fyrst mættu stelpurnar í 2. flokki sameinuðu liði Þórs/KA/Völsungs 2 í leik þar sem spilað var um sæti í A-deild og höfðu gestirnir betur, 3-5. Í dag spilaði síðan 3. flokkur gegn liði FH/ÍH en sá leikur endaði 0-6 og gestirnir tryggðu sér þar með Íslandsmeistaratitilinn í 3. flokki.
Meira

Sumar bækur Laxness væri gott að lesa árlega

Gísli Þór Ólafsson er maður margra lista. Hann er skáld, tónlistarmaður og hefur einnig leikið með Leikfélagi Sauðárkróks. Það var því ekki annað hægt en að plata hann í að svara Bók-haldinu. Gísli, sem er af árgangi 1979, er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og er í hjónabandi með Guðríði Helgu Tryggvadóttur en saman eiga þau einn strák.
Meira

,,Saumaáhuginn leiddi til allslags tilrauna“

Guðrún Björg Guðmundsdóttir, oftast kölluð Gunna, fædd og uppalin í Húnavatnssýslu, búsett í Jöklatúninu á Króknum.
Meira

Stórleikur hjá 2. flokki kvenna á laugardag

Fótboltastelpurnar á Norðurlandi vestra hafa heldur betur sýnt takta í sumar. Nú á fimmtudagskvöldið spilaði 2. flokkur Tindastóls, Kormáks, Hvatar og Fram sinn síðasta leik í B-riðli Íslandsmótsins og var andstæðingurinn Haukar. Leikið var á Ásvöllum í Hafnarfirði og fór svo að Norðvestur-úrvalið vann leikinn 2-4 og endaði efst í riðlinum, fékk 30 stig í 12 leikjum.Á morgun, laugardag, spila stelpurnar síðan við Þór/KA/Völsung 2 á Sauðárkróksvelli þar sem sætið í A-deild er í húfi.
Meira

Íþróttavika á Skagaströnd

UMF Fram á Skagaströnd hefur sett upp metnaðarfulla dagskrá fyrir Be active íþróttavikuna, dagana 23.-30. september. Þau hvetja alla til að taka þátt og nokkuð ljóst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. 
Meira

Ásdís Aþena gefur út Break Apart

„Það eru fjögur lög á plötunni. Eitt coverlag og þrjú frumsamin lög (eitt á íslensku og tvö á ensku). Það er hægt að segja að þetta séu fullkomin haustlög þar sem þau eru öll frekar dramatísk og drungaleg,“ segir Ásdís Aþena um EP-plötu sína, sem hún kallar Break Apart, og bætir við: „Fullkomin fyrir skammdegisþunglyndið sem mun hrjá okkur öll eftir nokkrar vikur eða mánuði.“
Meira