Fréttir

Jólin heima verða í Miðgarði 9. desember

„Já, jólatónleikarnir Jólin heima verða haldnir í Miðgarði laugardaginn 9. des. Þetta verður í fjórða skiptið sem þessi hópur blæs til jólatónleika en nú verður sú breyting að tvennir tónleikar fara fram sama dag, fjölskyldutónleikar um miðjan dag og síðan aðrir um kvöldið,“ segir jólatónleikahaldarinn Jóhann Daði Gíslason þegar Feykir spyr hvort það eigi að skella í Jólin heima enn og aftur.
Meira

Hannes Ingi aftur á parketið með Stólunum

Í tilkynningu frá körfuknattleiksdeild Tindastóls segir frá þeim ánægjulegu tíðindum að stuðningsmannauppáhaldið Hannes Ingi Másson hafi ákveðið að draga fram skóna á ný eftir að hafa geymt þá á hillunni góðu í eitt tímabil. „Hannes sá það á þessu eina ári að hann er allt of ungur til þess að leggja skóna á hilluna,“ segir í tilkynningunni.
Meira

Skólasókn í öðru skólahverfi innan Skagafjarðar og skólaakstur

Á heimasíðu Skagafjarðar er ítarlega fjallað um skólasókn í öðru skólahverfi og skólaakstur. Skólaakstur í sveitarfélaginu Skagafirði var boðinn út í sumar og var tekið mið af skólahverfum eins og reglur Sveitarfélagsins segja til um. Breyting frá fyrra útboði hafði þær afleiðingar að leiðir sem áður voru eknar duttu út og aðrar komu inn í staðinn. 
Meira

Í fjárlögum er gert ráð fyrir auknu fjármagni til riðuvarna

Húnahornið greinir frá því að í nýbirtum fjárlögum 2024 sé gert ráð fyrir auknu fjármagni, upp á 110 milljónir króna, til innleiðingar verndandi arfgerða gegn riðuveiki. Gert er ráð fyrir að aukningin mæti kostnaði við arfgerðagreiningu til að innleiða megi sem hraðast verndandi arfgerðir í íslenska sauðfjárstofninn. Þetta er í samræmi við samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 28. apríl síðastliðnum, að því er segir á vef Stjórnarráðsins.
Meira

Bölvun íslensku perlunnar : Kristófer Már Maronsson skrifar

20 ár eru frá frumsýningu fyrstu Pirates of the Caribbean kvikmyndarinnar sem fjallaði um bölvun svörtu perlunnar. Í umræðu um stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni var farið um víðan völl og oft stóð sannleikurinn ekki í vegi fyrir fallegum loforðum eða sögum. Ein af þeim sem gerðu atlögu að gullinu var Píratinn Þórhildur Sunna sem reyndi að teikna upp þjóðfélagið sem leikrit og mætti halda að hún væri að kynna handrit að sjöttu myndinni um Pírata Karabíska hafsins - bölvun íslensku perlunnar.
Meira

Yfirlýsing vegna villandi umræðu um kyn- og hinseginfræðslu

Á heimasíðu Skagafjarðar var í morgun birt yfirlýsing vegna umræðu um kynfræðslu og hinseginfræðslu en mikil umræða hefur átt sér stað varðandi þau mál að undanförnu. „Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt,“ segir í yfirlýsingunni sem m.a. Samband íslenskra sveitarfélaga og Mennta- og barnamálaráðuneytið undirrita ásamt fjölmörgum öðrum málsmetandi aðilum.
Meira

Pavel verður á tveimur stöðum í einu í kvöld

Skemmtiþátturinn Kappsmál er enn á ný kominn í rennsli hjá Sjónvarpinu en þar eru þátttakendur grillaðir yfir hægum sjónvarpseldi um íslensku tunguna. Þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfuknattleik, Pavel Ermolinski, verður í hópi þeirra sem verða grillaðir í kvöld en hann og félagi hans, Guðmundur Stephensen, mæta íþróttafréttakonum RÚV, snillingunum Eddu Páls og Helgu Margréti.
Meira

Séra Dalla Þórðardóttir lætur af störfum

Séra Dalla Þórðardóttir prestur í Skagafjarðarprestakalli, hefur lagt fram beiðni til biskups Íslands um lausn frá embætti. Hún kemur til með að láta af embætti 1. desember nk. Þá eru liðin ein 42 ár frá því hún tók til starfa sem prestur
Meira

Söngvinnir síungir söngvarar syngja í Krúttinu

Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson halda tónleika í Krúttinu á Blönduósi á morgun, laugardaginn 16. september, og verður skellt í fyrsta gítargripið klukkan níu að kveldi. Stebbi og Eyfi bjóða upp á söngva frá ýmsum tímum, n.k. þverskurð af ferli þeirra félaga, jafnt saman sem sitt í hvoru lagi, í bland við hæfilegan skammt af gríni og gáska.
Meira

Nýtt og betra toppstykki á stromp Steinullar

Um mánaðamótin júlí ágúst var endurnýjuðum strompi komið fyrir við verksmiðju Steinullar á Eyrinni á Sauðárkróki. Strompurinn er nú tveimur metrum hærri en áður, nær því 42 metra hæð sem er dágott. Það var Slippurinn á Akureyri sem annaðist smíðina á nýja toppstykkinu og kom honum síðan fyrir með hjálp stóreflis kranabíls sem þeir hafa á sínum snærum. Kraninn þurfti að lyfta nýja strompinum á sinn stað og þurfti því að komast töluvert hærra en í 42 metra hæð.
Meira