Fréttir

Góðir gestir heimsóttu eldri borgara í Húnaþingi vestra

Félag eldri borgara í Húnaþingi vestra fékk góða heimsókn fyrir helgi þegar 43 félagar í Félagi eldri borgara í Borgarnesi og nágrenni komu í heimsókn. „Við buðum þeim upp á kjötsúpu, brauð og smjör ásamt kaffi og hjónabandssælu, segir í Facebook-færslu félagsins.
Meira

„Stund sem við munum aldrei gleyma“

„Ég átti klárlega von á vel gíruðu Tindastólsliði í leiknum. Vikan fram að leik var búin að gefa mjög góð fyrirheit og við fundum það á öllum hópnum að þær voru heldur betur harðákveðnar í að klára dæmið af krafti. Síðan svo sem fór það fram úr okkar draumum og leikmennirnir sem og stuðningsmenn gerðu þetta að stund sem við munum aldrei gleyma,“ segir Donni Sigurðsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, sem bauð upp á eftirminnilega veislu á Sauðárkróksvelli í gær en liðið gjörsigraði lið ÍBV í leik þar sem áframhaldandi sæti í Bestu deildinni var í húfi.
Meira

Nemendur Fornverkaskólans létu hendur standa fram úr ermum

Á Fésbókarsíðu Fornverkaskólans var í síðustu viku sagt frá því að mikið hafi verið um dýrðir hjá skólanum í september. Tvö námskeið voru haldin í torfhleðslu, annað á Tyrfingsstöðum á Kjálka og hitt á Syðstu-Grund í Blönduhlíð.
Meira

Kormákur Hvöt tryggði sér sæti í 2. deild

Það fór eins og allt benti til. Lið Kormáks Hvatar gerði sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 2. deild að ári sem er í fyrsta sinn sem sameinað lið félaganna spilar í þeirri deild. Í gær fengu Húnvetningar lið Augnabliks úr Kópavogi í heimsókn og þurftu stig til að tryggja farseðilinn upp um deild. Heimamenn voru komnir með tveggja marka forystu eftir 17 mínútur og unnu á endanum magnaðan 3-0 sigur og tryggðu sér þar með annað sætið í 3. deild. Til hamingju Kormákur Hvöt!
Meira

Snilldarleikur Stólastúlkna í stórsigri á ÍBV

Það varð ánægjuleg fótboltaveisla sem Norðvestlendingum var boðið upp í dag en mikilvægir leikir fóru fram bæði á Blönduósi og á Króknum. Stólastúlkur voru ekki öruggar með sæti sitt í Bestu deild kvenna fyrir leik sinn í dag en þær stóðu þó best að vígi af þeim þremur liðum sem enn voru í fallhættu. Þegar til kom þá hefði Donni þjálfari ekki einu sinni geta látið sig dreyma um aðra eins snilldar frammistöðu og hann, og aðrir sem fylgdust með leiknum, urðu vitni að. Það voru allir að rifna úr stolti í stúkunni yfir spilamennsku liðsins og áræðni. Lokatölur í baráttuleik um sæti í Bestu deildinni? Jú, 7-2.
Meira

Staldrað við í Staðarbjargavík

Nú í vikunni var fundað um hugmyndir að hönnun á aðgengi að Staðarbjargavík sem er staðsett í fjörunni við Hofsós. Í Staðarbjargavík er gríðarfallegt stuðlaberg sem er einstaklega skemmtilegt að skoða. Sagt hefur verið að þar væri höfuðstaður álfabyggðar í Skagafirði. Gott aðgengi er að Staðarbjargavík frá bílastæðinu við sundlaugina á Hofsósi.
Meira

Vormenn Íslands

Því hefur stundum verið haldið fram að vorið sé tími Pavels Ermolinski. Gærkvöldið var í það minnsta ekki að afsanna þá kenningu því ekki var nóg með að kappinn hlyti talsvert slæma útreið í Kappsmálum Sjónvarpsins, þá urðu meistarar Tindastóls, sem Pavel stýrir jú, að sætta sig við tap gegn liði Hattar frá Egilsstöðum í undanúrslitum Álborg SK88 mótsins sem fram fer í Borgarnesi.
Meira

Umhverfisviðurkenningar Skagafjarðar

Umhverfisviðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar árið 2023 voru afhentar í gær 14. september í Húsi Frítímans. Það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem hefur umsjón með útnefningu þessara viðurkenninga fyrir sveitarfélagið. Þetta er 19. árið sem Soroptimistaklúbburinn hefur haft umsjón með verkefninu og voru veitt sjö verðlaun í sex flokkum þetta árið. 
Meira

Stuðningur verður mikilvægur í dag – allir á völlinn!

Í dag verða spilaðir tveir ansi hreint mikilvægir knattspyrnuleikir á Norðurlandi vestra. Á Sauðárkróki mætast lið Tindastóls og ÍBV í leik þar sem sæti í Bestu deild kvenna er undir en liðið sem tapar mun að öllum líkindum falla nema lið Selfoss komi á óvart í Keflavík. Á Blönduósi ætla síðan leikmenn Kormáks Hvatar að komast í sögubækurnar og tryggja sér sæti í 2. deild í fyrsta skipti. Þá vantar eitt stig í leik gegn liði Augnabliks en munu eflaust leika til sigurs. Því miður hefjast báðir leikirnir kl. 14:00 þannig að fólk nær ekki að styðja bæði liðin en það verður frítt á völlinn bæði á Króknum og á Blönduósi.
Meira

Sunnanstúlkur lögðu Stólastúlkur í æfingaleik

Kvennalið Tindastóls í körfunni lék fyrsta æfingaleik sinn fyrir komandi keppnistímabil í gærkvöldi. Liðið kemur mikið breytt til leiks í vetur, tíu stúlkur voru á skýrslu og þar af fjórar að spila sinn fyrsta leik með liði Tindastóls; Anika, Rannvegi, Inga Sigríður og Brynja Líf. Andstæðingurinn var sprækt lið Hamars/Þórs og höfðu gestirnir betur, sigruðu 50-57.
Meira