Fréttir

Tindastólshópurinn farinn til Eistlands

Á Facebooksíðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að meistaraflokkur karla lagði land undir fót og hélt af stað til Eistlands þar sem þeir munu taka þátt í forkeppni FIBA Europe Cup. Tindastóll varð íslandsmeistari í vor og áttu þeir því rétt á ásamt fjórum efstu liðum deildarinnar að sækja um þátttöku í þessari keppni. Um er að ræða þriggja liða riðil í forkeppni og mun það lið sem verður í fyrsta sæti tryggja sér þátttöku í riðlakeppni mótsins og er þá keppt heima og að heiman í fjögurra liða riðlum.
Meira

Unnið að tengingum nýs dælubúnaðar í dælustöð Steinsstöðum á morgun, þriðjudaginn 3. okt.

"Á morgun, þriðjudaginn 3 okt., verður unnið að tengingum í dælustöðinni á Steinsstöðum. Vegna þess mun verða heitavatnslaust hjá notendum Steinsstaðaveitu frá kl. 9 að morgni og fram eftir degi. Um er að ræða Steinsstaðahverfið og nokkra bæi þar framan við. Notendur eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda." segir á vef skv.is.
Meira

Bændafundir Líflands

Dagana 3.-5. október mun Lífland standa fyrir bændafundum á sex stöðum á landinu. Í okkar fjórðungi verða fundir haldnir í Verslun Líflands á Blönduósi 4. október frá klukkan 19:00-21:30 og í Skagafirði á Hótel Varmahlíð 5. Október frá klukkan 12:00-15:00.
Meira

Matarþjónusta í dreifbýli

Á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar má finna augýsingu þar sem félagsmála- og tómstundanefnd Skagafjarðar leitar eftir áhugasömum þátttakendum eldra fólks utan Sauðárkróks til að taka þátt í reynsluverkefninu „Matarþjónusta í dreifbýli“.
Meira

Kynning á Pílu fyrir krakka

Pílukastfélag Skagafjarðar heldur kynningardag mánudaginn 2. Október milli klukkan 17:30 og 19:00 fyrir krakka á aldrinum 10-16 ára í aðstöðu félagsins að Borgarteigi 7.
Meira

Geiri með Söngkvöld í Salnum

Einu sinni var engin Laufskálaréttarhelgi án dansleiks með Hljómsveit Geirmundar. Nú er öldin önnur en þau sem dreymir um ball með Geira þurfa þó ekki að örvænta. Sveiflukóngurinn verður í gamla góða fílingnum í kvöld í Salnum í Kópavogi til að syngja og tralla með gestum í skagfirskri sveiflu. Þegar skemmtanaglaðir komast ekki í Skagafjörðinn þá kemur Skagafjörðurinn til þeirra – það er bara þannig.
Meira

Veiði dræm á lélegu laxveiðisumri

Húnahornið er ávalt með puttann á púlsinum þegar kemur að veiði í hinum eftirsóttu veiðiám í Húnavatnssýslum. Þar segir nú frá því að lélegu laxveiðisumri sé nú að ljúka og eru flestar laxveiðiár að loka eða þegar búnar að því. Raunar má segja að umræða um eldislax, sem hefur laumast leyfislaust í veiðiárnar nú á haustdögum, hafi skyggt á umræðu um lélega veiði.
Meira

Veislan er byrjuð

Laufskálaréttarhelgin er formlega hafin, eða sennilega hófst hún hjá þeim sem ætla að vera ríðandi í réttinni fyrr í vikunni, því koma þarf hrossunum inn í dalinn til að vera klár í slaginn í fyrramálið.
Meira

Umferð hleypt á nýja Þverárfjallsveginn

Umferð hefur verið hleypt á nýja hluta Þverárfjallsvegar á milli Blönduóss og Skagastrandar. Um er að ræða átta kílómetra langan kafla í Refasveit og Skagastrandarveg. Þrátt fyrir að opnað hafi verið fyrir umferð þá er enn verið að vinna við veginn. Hraði hefur verið tekin niður í 70 km/klst vegna steinkasts og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega og virða merkingar.
Meira

Bleika slaufan er komin í sölu

Bleika slaufan 2023 er komin í sölu og hefur hún sjaldan verði bleikari og fegurri en í ár. Slaufan er úr bleikum steinum sem eru misjafnir í lögun sem er vísun í það hvað mannfólkið er ólíkt.
Meira