Söfnin á Norðurlandi vestra fengu rúmar 17 milljónir í styrki frá Safnaráði
Úthlutun úr Safnasjóði fór fram í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands við hátíðlega athöfn þann 14. febrúar 2025 að viðstöddu fjölmenni þar sem styrkþegar tóku á móti viðurkenningarskjölum. Byggðasafn Skagfirðinga, Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna sem og Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi fengu öll styrki en það var Logi Einarsson menningarráðherra með meiru sem ávarpaði gesti og úthlutaði 129 styrkjum.
Byggðasafn Skagfirðinga hlaut 4.900.000 króna styrk úr aðalúthlutun Safnasjóðs. Þessi upphæð samanstendur af styrkjum til nokkurra verkefna:
1.300.000 kr - Torf í arf - Rit um torfrannsóknir og Fornverkaskólaverkefnið.
1.200.000 kr - Úrbætur varðveisluskilyrða safngripa á grunnsýningunni í Glaumbæ.
1.400.000 kr - Heildarskráning safnkosts.
1.000.000 kr - Safn og samfélag.
Þá fékk safnið samtals 1.400.000 kr úr aukaúthlutun Safnasjóðs:
300.000 kr - Torfhleðslu- og grindarsmíðinámskeið í Skagafirði.
300.000 kr - Allsherjarþing ICOM í Dubai 2025.
500.000 kr - Örmálstofur á hringferð um Tröllaskagann.
300.000 kr - Miðlun, markaðssetning og fræðsla.
„Þessir styrkir munu koma sér afar vel og hjálpa til við að efla starfsemi safnsins. Við þökkum kærlega fyrir stuðninginn,“ segir í tikynningu á Facebook-síðu Byggðasafns Skagfirðinga.
Þá fékk Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna þrjá styrki að fjárhæð samtals 4,8 milljónir króna fyrir verkefnin:
1.000.000 kr - Héraðsskólinn að Reykjum í flokknum Miðlun - sýning.
1.800.000 kr -Skráningarverkefni í flokknum Skráning almenn.
2.000.000 kr - Barnaskólahúsið í flokknum Varðveisla.
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi fékk einnig þrjá styrki að fjárhæð samtals 3,1 milljón fyrir verkefni:
800.000 kr - Varðveisla, í flokknum Varðveisla.
1.0ö0.000 kr - Viðbótar og nýskráningar vegna safnkosta, í flokknum Skráning almenn.
1.300.000 kr - Styrkjandi forvarsla, í flokknum Varðveisla.
Lesa má nánar um aðalúthlutun safnasjóðs 2025 á vef Safnaráðs.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.